Loðvík 14. var konungur Frakklands lengur en nokkur annar, eða í 72 ár, frá 1638 til 1715. Miðað við allan þann árafjölda og það hve Frakkar voru þá aðsópsmiklir í Evrópu, þá skyldi maður ætla að Loðvík hefði haft tíma og tækifæri til þess að hugsa og segja eitthvað merkilegt, eitthvað umhugsunarvert, eitthvað eftir hafandi.
En svo er ekki. Loðvík var ekki meiri sanda eða sæva en svo að mannkynssagan hefur ekki séð ástæðu til að hafa neitt markvert eftir honum. Ekkert af því sem Loðvík sagði á þessum fjóru áratugum hefur geymst.
Og þó. Þetta er ekki rétt. Ein setning, höfð eftir Loðvík, mun varðveitast að eilífu í tilvitnanasöfnum og söguspekiritum.
Ein setning, fjögur orð nánar tiltekið.
„Après moi le déluge.“
Þetta þýðir: „Á eftir mér, flóðið.“
Flóðið er hér í merkingunni miklar hamfarir, jafnvel heimsendir. Á frönsku er „le déluge“ notað um Nóaflóðið.
Athugasemdir