Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hækkun eftirlitsgjaldsins mun hafa smávægileg áhrif á gjaldskrár

Sam­tök orku- og veitu­fyr­ir­tækja leggj­ast gegn því að raf­orku­eft­ir­lits­gjald verði hækk­að til að full­nægja aukn­um kröf­um vegna þriðja orkupakk­ans.

Hækkun eftirlitsgjaldsins mun hafa smávægileg áhrif á gjaldskrár

Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi leggjast gegn því að raforkueftirlitsgjöld verði hækkuð vegna innleiðingar þriðja orkupakkans og segja að gert sé ráð fyrir því að „hægt verði að varpa umræddum kostnaði út í verð þjónustunnar“. 

Þetta kemur fram í umsögn samtakanna, Samorku, um innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenskan rétt. Jafnframt lýsa þau áhyggjum af því að Orkustofnun fái of rúmar heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir. 

Innleiðingu þriðja orkupakkans fylgja lagabreytingar er varða sjálfstæði Orkustofnunar og auknar valdheimildir við framkvæmd raforkueftirlits. Þannig fær stofnunin heimild til að áminna rekstraraðila og leggja á stjórnvaldssektir auk þess sem gjaldið sem stendur undir kostnaði við raforkueftirlit er hækkað, meðal annars vegna kostnaðar af þátttöku í ACER, hinni samevrópsku Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. 

„Ef starfsemi raforkueftirlits á að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt þriðju raforkutilskipuninni þurfi að auka fjármagn til starfseminnar til muna,“ segir í greinargerð sem fylgir frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um breytingar á raforkulögum. „Til að Orkustofnun geti sinnt lögbundnu raforkueftirliti sínu með sjálfstæðum og fullnægjandi hætti, og mætt þeim nýju verkefnum sem þriðja raforkutilskipunin kveður á um, er með frumvarpi þessu lagt til að raforkueftirlitsgjald skv. 31. gr. raforkulaga hækki um 45%, þ.e. í 0,58 aura á hverja kWst fyrir raforku mataða inn á flutningskerfið og í 1,45 aura á kWst fyrir raforku til dreifiveitna.“  

Samtök orkufyrirtækja segjast ekki geta tekið undir nauðsyn þess að hækka eftirlitsgjöldin. „Skiptir þá ekki máli þó gert sé ráð fyrir að hægt verði að varpa umræddum kostnaði út í verð þjónustunnar,“ segja þau.

Þá telja samtökin að forsendur sektarheimilda séu ekki útskýrðar í greinargerð frumvarpsins. „Þetta verður sýnu alvarlegra þegar haft er í huga að sektarheimildir geti numið allt að 10% af veltu viðkomandi fyrirtækis. Hér hlýtur að skipta máli t.d. hvort um er að ræða gangaskil eða meint brots sem snúa að mögulegu tjóni viðskiptavina fyrirtækjanna. Sömuleiðis hlýtur það að eiga skipta máli hvort um yfirsjón er að ræða (gáleysi) eða beinan ásetning viðkomandi fyrirtækis. Eru því gerðar alvarlegar athugasemdir við hversu opið ákvæðið er og þar með hversu erfitt verður fyrir Orkustofnun að framkvæma það.“

Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi en innan þeirra starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingaraðilar raforku. Þrátt fyrir ofangreindar athugasemdir við fyrirhugaðar lagabreytingar hefur Samorka lýst yfir stuðningi við innleiðingu þriðja orkupakkans. Er þetta áréttað í umsögninni og ánægju lýst með þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagi og umgjörð raforkumála frá aldamótum. Hér má lesa umsögnina í heild.

Uppfært 8. maí kl. 18:00:
Upphaflega sagði fram í fréttinni að Samorka gerði ráð fyrir að orkufyrirtækin gætu varpað kostnaði vegna hækkunar eftirlitsgjaldsins út í verðlagið. Hið rétta er að Samorka bendir á að frumvarpið sjálft gerir ráð fyrir því að aukinn kostnaður vegna hækkunarinnar sé bætt ofan á gjaldskrá. Er þar vísað til þess að flutningsfyrirtækið og dreifiveiturnar eru í sérleyfisstarfsemi og tekjumörk (gjaldskrá) þeirra ákvörðuð samkvæmt lögum og undir eftirliti Orkustofnunnar. Fréttinni hefur verið breytt og beðist er velvirðingar á þessu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár