Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Veist að hælisleitendum á fundi Sjálfstæðismanna: „Við erum lögreglan“

„Við ætl­um ekki að hringja í lög­regl­una því þess­ir tveir herra­menn hér eru lög­regl­an. Svo við mun­um bara nota þá,“ sagði Ár­mann Kr. Ólafs­son sem var fund­ar­stjóri á fundi Sjálf­stæð­is­manna um þriðja orkupakk­ann. Í kjöl­far­ið þreif mað­ur, merkt­ur Sjálf­stæð­is­flokkn­um, í hæl­is­leit­anda og gerði sig lík­leg­an til að bola hon­um út með valdi.

Veist að hælisleitendum á fundi Sjálfstæðismanna: „Við erum lögreglan“

„Við ætlum ekki að hringja í lögregluna því þessir tveir herramenn hérna eru lögreglan. Svo við munum bara nota þá.“ 

Þannig komst Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, að orði þegar hann stýrði fundi hverfisfélaga Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann upp úr hádegi. 

Tveir hælisleitendur höfðu staðið upp og beint spurningum, ótengdum viðfangsefni fundarins, að ráðherrum sem viðstaddir voru, þeim Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. 

Þegar hælisleitendurnir neituðu að ljúka máli sínu og setjast niður gekk að þeim maður, merktur Sjálfstæðisflokknum, og hótaði að fjarlægja þá með valdi.

Hann þreif í einn hælisleitandinn og ýtti við honum. „Við erum lögreglan. Sittu kyrr,“ sagði hann. Þá þreif hann í annan erlendan mann sem þó hafði ekki tekið til máls og reyndi að reka hann út.

Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir, sem viðstaddur var fundinn og sat fyrir aftan hælisleitendurna, birtir myndband af uppákomunni á Facebook. 

„Hér á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann varð uppákoma þegar hælisleitendur í hópi fundargesta óskuðu þess að spyrja ráðherrana spurninga um sín málefni,“ skrifar hann. „Athygli vakti þegar einhverjir gaurar hér í borgaralegum fötum merktir Sjálfstæðisflokknum með nafnspjöldum sögðust vera lögreglan og ætluðu að taka mál í eigin hendur með valdbeitingu.“

Vilhjálmur lýsir aðdragandanum með þeim hætti að maðurinn hafi beðið um orðið og fengið hljóðnema í hendurnar til að bera upp spurningu sína. „Lætin byrjuðu þegar hann hóf spurningu sína á ensku, þá var honum strax illa tekið af fundarmönnum og fundarstjóra,“ skrifar hann á Facebook.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár