Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Var nýkomin af spítalanum þegar hún frétti af nýjustu kröfu Miðflokksmanna: „Það er eins og þeir séu að reyna nýta sér það að ég er veik“

Heilsu Báru Hall­dórs­dótt­ur hef­ur hrak­að eft­ir að þing­menn hófu lög­form­leg­ar að­gerð­ir gegn henni vegna Klaust­urs­máls­ins. Hún var ný­kom­in úr verkj­astill­ingu á Land­spít­al­an­um þeg­ar henni var til­kynnt um enn eitt bréf­ið frá lög­manni Mið­flokks­manna. Nú krefjast þeir þess að fá af­hent­ar um­tals­verð­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar, með­al ann­ars um fjár­mál henn­ar, sím­töl og smá­skila­boð.

Var nýkomin af spítalanum þegar hún frétti af nýjustu kröfu Miðflokksmanna: „Það er eins og þeir séu að reyna nýta sér það að ég er veik“

„Það er eins og þeir séu að reyna nýta sér það að ég er veik, að reyna að brjóta mig niður. Þeir eru að lemja á veikri manneskju sem hefur ekki orku í slaginn.“

Þetta segir Bára Halldórsdóttir í samtali við Stundina. Eins og fram kom í dag hefur lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins farið fram á aukna gagnaöflun vegna hugsanlegs málareksturs vegna Klaustursmálsins og krafist upplýsinga um greiðslur inn á bankareikning Báru frá og með 15. nóvember til 15. desember 2018 auk frekara vöktunarefnis úr öryggismyndavélum Klausturbars og upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um smáskilaboð og símtöl til og frá Báru yfir tveggja daga tímabil.

Fyrri bréf lögmannsins sýna að Miðflokksmenn vilja peninga frá Báru, auk þess sem henni verði refsað og hún sektuð af Persónuvernd.  

Bára segist vera orðin þreytt á kröfum þingmannanna og segir þær farnar að minna á lögreglurannsókn. Hún spyr hvað þingmönnunum gangi til; hvort þeir séu að reyna að dreifa athyglinni frá eigin háttsemi á Klaustri eða einfaldlega að gera sitt besta til að brjóta hana niður í hefndarskyni. 

Heilsunni hefur hrakað

Þegar Bára fékk fréttir af nýjustu kröfum þingmannanna gagnvart henni hafði hún eytt nóttinni á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans þar sem hún fékk verkjastillandi lyf. 

Eins og fram kom í viðtali Stundarinnar við Báru þann 7. desember síðastliðinn, þar sem hún steig fram sem uppljóstrarinn á Klaustri, glímir hún við sjúkdóminn Behcet's, gigtarsjúkdóm sem leggst á æðakerfi líkamans. Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og aðeins sex Íslendingar eru greindir með hann. „Þetta er sjálfsónæmis- og gigtarsjúkdómur, ólæknanlegur og krónískur, og lýsir sér í stöðugum vöðvaverkjum, sáramyndun og bólgum,“ sagði Bára. „Stundum fer meltingarkerfið í klessu, stundum koma kviðverkir og magakrampi. Ég fékk einu sinni gerviheilahimnubólgu og allt er þetta auðvitað mjög streituvaldandi. Í rauninni er ég alltaf lasin, rúmliggjandi vikum og mánuðum saman og þarf að vera á sterkum lyfjum til að geta farið á stjá eða gert nokkurn skapaðan hlut.“

Þekkt er að álag getur kynt undir sjúkdómseinkennum Bechet's. Aðspurð hvort harkaleg viðbrögð þingmannanna gagnvart henni hafi haft áhrif á heilsuna svarar Bára játandi. „Ég er búin að vera veikari núna en ég var fyrir áramót. Þetta hefur líka haft áhrif á fjölskyldulífið og annað. Konan mín missti úr vinnu milli jóla og nýárs sem við höfum ekki efni á, til að geta sinnt mér,“ segir hún. „Þetta er orðið ágætis álag sem ég er undir og ég var undir miklu álagi fyrir, enda er ég með sjúkdóm sem gerir í því að drepa eða eyðileggja líkama minn,“ segir Bára sem bætir því við að hún viti aldrei hvað þingmennirnir taki næst til bragðs. 

Undirbýr gjörning

Bára er staðráðin í því að leyfa þessu ekki að stoppa sig. Þessa daganna stendur hún fyrir söfnun á Karolina fund fyrir gjörningi sem verður framkvæmdur á sviðslistahátíðinni Fringe næsta sumar. Hún segir gjörninginn viðeigandi í samhengi við Klaustursmálið, enda hafi sú staðreynd að hún er öryrki tekið mikið pláss í umræðunni. 

Bára segir fólk oft ekki trúa því eða skilja, þegar það sér hana á gangi, að hún sé veik. Sumir gangi jafnvel svo langt að halda því fram að hún sé að ímynda sér veikindin. „Ég er með sjúkdóm sem dregur úr mér alla orku og ég er í stöðugri lyfjameðferð við verkjum,“ segir Bára. Hún segir fólk halda að hún sé að svindla úr kerfinu bætur og fólk hafi jafnvel gengið svo að langt að reyna bjóða henni vinnu. „Á meðan sit ég heima og er að berjast við að eiga einhverja tvo til þrjá klukkutíma á dag mögulega í lagi ef ég er heppin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu