Nýr rekstraraðili Secret Solstice-hátíðarinnar átti samkvæmt samningsdrögum við Reykjavíkurborg að greiða 19 milljónir króna til að tryggja að hátíðin færi fram í Laugardalnum í lok júní eins og undanfarin ár. Samningurinn hefur ekki verið undirritaður og greiðslan ekki verið innt af hendi.
Samkvæmt upplýsingum frá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkur nemur skuld hátíðarinnar 11,6 milljónum króna vegna fyrri samnings og 7,4 milljónum króna vegna viðgerða á völlum í Laugardalnum. Greiðsla hennar er skilyrði fyrir nýjum samningi. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir viðræður hafa átt sér stað um að hátíðin færist þangað, en hátíðarhaldarar auglýsa enn að hún verði í Reykjavík og að miðaverð hækki fljótlega.
Fyrirtækið Solstice Productions ehf., sem hefur rekið hátíðina hingað til, er ógjaldfært og hafa margir listamenn og starfsmenn enn ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Stór skuld er hjá félaginu við tollstjóra og hefur þungarokksveitin Slayer stefnt …
Athugasemdir