Lífið og tilveran snýst þessa dagana um próf. Það kemst ekki mikið annað að, það er verið að semja próf, það er verið að fara yfir próf, það er verið að reikna út einkunnir og svo framvegis.
Ég kenni sögu og það er kennd saga í tveimur bekkjum af þremur og það er fornaldarsaga í fjórða bekk og nútímasaga frá miðri nítjándu öld og fram til seinni heimsstyrjaldar í sjötta bekk. Mér finnst bæði fornöldin og samtíminn skemmtileg og hef skipt mér svona af því mest. Ég hef kennt í Menntaskólanum í Reykjavík síðan um aldamót en það eru að verða bráðum fjörutíu ár sem ég er búinn að vera að bralla í þessu.
Eitt er víst, við getum ekkert lært af sögunni, það er ómögulegt, það hefur margsannað sig. En hitt er svo annað mál að hún getur komið í veg fyrir að við gerum sömu vitleysuna aftur og aftur, það er að segja ef við þekkjum hana. Við erum til dæmis að gera sömu vitleysuna núna og 2008, nema núna er það bara Wow og þá voru það bankarnir.
Athugasemdir