Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Tórtólafélag samkvæmt ráðgjöf Landsbankans Miðað við orð Skúla sjálfs var það ríkisbankinn Landsbanki Íslands sem ráðlagði honum að stofna félag í skattastkjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín. Umsókn Tortólafélagsins um íslenska kennitölu sést hér.

Skúli Mogensen, fjárfestir sem rær nú að því öllum árum að reisa flugfélagið WOW-air aftur við í kjölfar gjaldþrot þess, notaði eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf í hugbúnaðarfyrirtækinu OZ og fleiri tæknifyrirtækjum á árunum í kringum síðustu aldamót. Félagið hét Pallium International Limited og yfirtók Landsbanki Íslands félagið vegna skulda þess við bankann árið 2002. Skúli skuldaði Landsbankanum um 1200 milljónir króna á þessum tíma. 

Fjallað er um Tortólufélagið í grein í Stundinni um viðskiptasögu Skúla Mogensen. 

Viðskiptasaga Skúla í Landsbanka Íslands og notkun hans á umræddu Tortólafélagi er hluti af stærri sögu um hvernig Skúli náði að efnast vel eftir að fyrirtækið sem hann stýrði, OZ, hafði verið yfirtekið af Landsbanka Íslands árið 2002. Skúli fékk svo að kaupa eignir OZ aftur af Landsbanka Íslands eftir að bankinn hafði verið einkavæddur og seldur til nýrra eigenda, feðganna Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans, Björgólfs Thors Björgólfssonar. Landsbankinn hafði þá sett þessar eignir inn í kanadadískt dótturfélag sem Skúli stýrði en svo eignaðist hann félagið, ásamt samstarfsmönnum sínum hjá OZ, og stýrði félaginu til ársins 2008 þegar það var selt fyrir ótilgreint verð - fleiri milljarða króna - til finnska farsímarisans Nokia sem á þeim tíma var eitt stærsta farsímafyrirtæki í heimi. 

  „Mig minnir en vil ekki fullyrða það að það hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma að setja eignirnar í eignarhaldsfélag“

Landsbankinn og Mossack Fonseca

Notkun Skúla á umræddu Tortólafélagi hefur aldrei komið fram áður opinberlega og hún vekur nokkra athygli. Landsbanki Íslands átti síðar eftir að verða stór viðskiptavinur panömsku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca, eins og varð opinbert þegar Panamaskjölin rötuðu í fjölmiðla, og ráðlagði bankinn viðskiptavinum sínum að stofna eignarhaldsfélög í skattaskjólum til að halda utan um fjárfestingar sínar. 

Ríkisbankinn Landsbanki Íslands hafði hins vegar byrjað að veita slíka þjónustu fyrir einkavæðingu bankans, líkt og félag Skúla og fleiri sambærileg dæmi sýna fram á,  og beindi viðskiptavinum sínum í þá átt að stofna félög í skattaskjólum. 

Um stofnun félagsins segir Skúli: „Varðandi OZ þá er það rétt að Landsbankinn tók það yfir 2002. Á þeim tíma hafði ég fjárfest töluvert í öðrum hátæknifyrirtækjum bæði á Íslandi svo og erlendis.  Ég var sjálfur á þessum árum á stöðugu flakki og bjó um tíma í Bandaríkjunum, Íslandi, Svíþjóð og Kanada. Mig minnir en vil ekki fullyrða það að það hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma að setja eignirnar í eignarhaldsfélag [Pallium International Limited] með þessum hætti og tóku þeir veð í því. Þess má líka geta að það tókst sem betur fer að endurreisa OZ aftur með glæsibrag og þar með að gera upp við Landsbankann samkvæmt uppgjöri okkar við þá á þeim tíma.“

Aflsáttur út á afskriftirBjörgólfsfeðgar fengu 400 milljóna króna afslátt af Landsbanka Íslands út af afskriftum til Skúla Mogensen.

Útlánin til Skúla voru ekki færð niður

Nafn umrædds Tortólufélags kemur fram í minnisblaði frá endurskoðendaskrifstofunni PWC þarf sem fjallað er um afskriftarþörf út af lánveitingum til Skúla en DV greindi frá umræddu minnisblaði árið 2013. 

Í minnisblaði PWC sagði að færa þyrfti útlán til Skúla meira niður: „Útlán til Skúla nema 666 m.kr. og bókfært verð yfirtekins eignasafns 517 eða 1183 m.kr. samtals. Framlag í afskriftarsjóð er 100 m.kr. Til tryggingar yfirdráttarskuldar og erlends láns, samtals að fjárhæð 666 m.kr. er talið safn hlutabréfa í OZ og öðrum hátæknifyrirtækjum að matsverði 520 milljónir. Óvissa um veðtöku er til staðar […] Eignasafnið er metið á ætluðu markaðsvirði en raunveruleg viðskipti með þessi bréf eru nánast engin.“

Landsbankinn hafði sem sagt ekki fært niður útlánin töpuðu til Skúla Mogensen en slíkt hefði rýrt eignir bankans. Þetta er gagnrýnt í minnisblaði endurskoðendanna. „Hér virðist í fljótu bragði vera um að ræða tryggingarvöntun og ofmat eigna að fjárhæð 400 m.kr. (146+254) en aðeins 100 m.kr. lagðar til afskriftarsjóðs útlánsins. Þá er aðfinnsluverður losarabragur á frágangi mála og afhendingu veðsettra bréfa og keyptra sem eykur enn á óvissu og áhættu tengdum þessum málum. Þess má geta að í vinnuskjali útlánaeftirlits dags 27. nóv. 2001 er tryggingarvöntun talin 401 m.kr. og gert ráð fyrir að framlag í afskriftasjóð þyrfti að vera 400 m.kr. Að auki er gerð sú athugasemd að mikil óvissa ríki um seljanleika væntanlegra veða.“

Afsláttur veittur út á afskriftir Skúla

Eins og kemur fram í grein Stundarinnar um viðskiptasögu Skúla þá kom það í ljós eftir að Björgólfsfeðgar tóku við bankanum að eignasafn bankans, meðal annars veð á bak við lánveitingar til Skúla Mogensen, var ofmetið. Fyrir vikið fengu Björgólfsfeðgar 700 milljóna króna afslátt á Landsbanka Íslands og voru 400 milljónir króna af afslættinum út af ofmetnum lánum til Skúla Mogensen og áðurnefnds eignarhaldsfélags Pallium International.

Um þetta sagði Valgerður Sverrisdóttir í svari á Alþingi í nóvember árið 2003:  „Já, það hefur verið gengið endanlega frá söluverði bankanna. Söluverð Landsbankans vegna sölu til Samsonar, sem var 45,8% hlutur, var 139 millj. dollara, þ.e. um 12,3 milljarðar kr. miðað við gengi dollarans þegar gengið var frá samkomulaginu um kaupin. Síðan hefur krónan styrkst gagnvart dollar. Það kemur hins vegar ekki að sök því að fjárhæðin er að fullu nýtt til að greiða niður erlend lán. Í samræmi við kaupsamninginn hafa sérstakir trúnaðarendurskoðendur farið yfir ólíkt mat samningsaðila á afskrifta­þörf Landsbankans. Niðurstaðan af því mati er að lækka skuli kaupverð bankans um 700 millj. kr. í samræmi við kaupsamninginn.“

Á endanum greiddi eignarhaldsfélag þeirra Björgólfsfeðga, Samson, því 11,6 milljarða króna fyrir bankann í stað 12,3 milljarða króna og varð íslenska ríkið því af 700 milljónum af kaupverðinu, sem jafngildir 1,4 milljörðum króna að núvirði. Meira en helmingur af þessu var vegna þess að ríkisbankinn Landsbanki Íslands hafði tekið mikla áhættu þegar bankinn lánaði Skúla Mogensen og eignarhaldsfélagi hans meira en milljarð króna, meðal annars til að kaupa áhættusöm hlutabréf í tækni-og sprotafyrirtækjum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.

Mest lesið

Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
2
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
4
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
6
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár