Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skúli vill ekki svara því hvort hann reyni að kaupa eignir af þrotabúi WOW air

Skúli Mo­gensen ætl­ar að reyna að stofna nýtt lággjalda­flug­fé­lag. Eign­ir WOW air eru til sölu og verð­ur að telj­ast lík­legt að Skúli horfi til þess­ara eigna fyr­ir nýja flug­fé­lag­ið.

Skúli vill ekki svara því hvort hann reyni að kaupa eignir af þrotabúi WOW air
Tjáir sig ekki ekki Skúli Mogensen vill ekki svara spurningum um hið nýja flugfélag sem hann hyggst stofna. Mynd: WOWAIR.IS

Skúli Mogensen, fjárfestir og fyrrverandi eigandi flugfélagsins WOW air, vill ekki svara því hvort hann hafi verið í sambandi við skiptastjóra þrotabús WOW air með það fyrir augum að kaupa eignir af búinu. Skúli er kominn af stað með að reyna að stofna nýtt lágggjaldaflugfélag eins og Fréttablaðið greindi frá fyrst fjölmiðla fyrr í dag. 

WOW air varð gjaldþrota í síðustu viku og hafa fréttir um gjaldþrotið verið ofarlega á baugi í samfélaginu síðastliðna viku þar sem um 1100 störfuðu hjá WOW air og dómínóáhrifin af gjaldþrotinu eru mikil. 

„No comment“

Svarar ekki þremur spurningum.

Stundin sendi Skúla þrjár spurningar um stofnun nýja flugfélagsins en hann kaus að svara þeim ekki. „No comment“, segir Skúli í svari í sms-i. Spurningar Stundarinnar voru þær hvaða fjárfestar væru með Skúla í verkefninu, hvernig hann ætlaði sér að fjármagna fjárfestingu sína í nýja flugfélaginu og hvort hann hefði verið í sambandi við þrotabú WOW air út af kaupum á eignum. 

Skúli hefur sagt frá því að hann hafi sett „aleiguna“ í rekstur WOW air og því er spurning hvort hann geti sjálfur fjármagnað fjárfestinguna upp á háar fjárhæðir í nýju flugfélagi eða hvort hann verði lítill hluthafi í þetta skiptið. 

Skiptastjóri WOW air getur ekki tjáð sig

 Inni í þrotabúi WOW air er meðal annars bókunarkerfi WOW, kerfi sem WOW air varði talsverðum verðmætum í, sem gæti nýst nýja flugfélaginu hans Skúla ef stofnun þess verður að veruleika. Skiptastjórar WOW air, Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson, hafa sagt frá því opinberlega að fjöldi fyrirspurna hafi borist út af eignum WOW air. Þorsteinn sagði í Morgunblaðinu fyrir þremur dögum að það væri óskandi að hægt væri að nýta eignirnar í flugrekstur.  

Bókunarkerfi lággjaldflugfélags er ekki eign sem margir á Íslandi gætu hugsað sér að kaupa þar sem hún er nokkuð sérhæfð og nýtist bara í flugrekstur. Því væri ekki óeðlilegt fyrir nýtt flugfélag sem til stendur að stofna að falast eftir þessu bókunarkerfi og heldur ekki óeðlilegt fyrir þrotabús gjaldþrota flugfélags að vilja koma slíkri eign í verð þar sem mögulegir kaupendur eru ekki margir. 

Sveinn Andri Sveinsson segir í samtali við Stundina að hann geti ekki tjáð sig um það hvort Skúli Mogensen hafi verið í sambandi við þrotabú WOW út af mögulegum kaupum á eignum. „No comment. Ég get hvorki né má tjá mig,“ segir Sveinn Andri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár