Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lágtekjufólk fær 9 þúsund króna skattalækkun

Rík­is­stjórn­in legg­ur fram um­fangs­mik­inn að­gerðapakka vegna svo­kall­aðra lífs­kjara­samn­inga sem verða und­ir­rit­að­ir í dag.

Lágtekjufólk fær 9 þúsund króna skattalækkun

Lækkun tekjuskatts til lágtekjuhópa á kjörtímabilinu nemur um 9 þúsund krónum á mánuði í stað 6.700 króna samkvæmt uppfærðum tillögum ríkisstjórnarinnar vegna svokallaðra lífskjarasamninga sem undirritaðir verða í dag.

Þetta hefur Stundin fengið staðfest. Þá verða skerðingarmörk barnabóta hækkuð meira en áður stóð til auk þess sem ráðist verður í stóraukna uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og aðgerðir til að bæta kjör leigjenda.

Samninganefndir Samtaka atvinnulífisins og VR, Eflingar, Starfsgreinasambandsins, Framsýnar og Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur hittust hjá Ríkissáttasemjara í morgun en stefnt er að því að ljúka samningsgerð upp úr hádegi og undirrita samninga um eftirmiðdaginn. 

Kjarninn greindi frá því í gær að ýmsar takmarkanir á vægi verðtryggingar væru hluti af framlagi stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar, meðal annars að horft yrði til þess að verðtryggð jafngreiðslulán til meira en 25 ára yrðu óheimil frá og með 2020. Þá segir í ítarlegri frétt á sama miðli í dag að í aðgerðapakkanum séu einnig úrræði fyrir fyrstu kaupendur húsnæðis „um að fá sérstök lán eða til að nýta hluta af lífeyrisiðgjaldagreiðslum sínum til að komast inn á húsnæðismarkað“ auk framlengingar á nýtingu séreignarsparnaðar til að greiða niður húsnæðislán til sumarsins 2021.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár