Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Ekki unnt að full­yrða“ að Sig­mundur hafi brotið siða­reglur – Vísað til tjáningar­frelsis hans

Sam­kvæmt siða­regl­um mega þing­menn „ekki kasta rýrð á Al­þingi eða skaða ímynd þess“. For­sæt­is­nefnd tel­ur ekki til­efni til að meta hvort Sig­mund­ur Dav­íð hafi brot­ið regl­urn­ar með því að full­yrða að þing­menn úr flest­um flokk­um segi enn ógeðs­legri hluti en sagð­ir voru á Klaustri.

„Ekki unnt að full­yrða“ að Sig­mundur hafi  brotið siða­reglur – Vísað til tjáningar­frelsis hans

Forsætisnefnd Alþingis telur „ekki unnt að fullyrða“ að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi brotið gegn siðareglum þegar hann hélt því fram að málflutningur á borð við þann sem var viðhafður á Klaustri þann 20. nóvember væri alsiða meðal þingmanna og að þingmenn flestra flokka segðu jafnvel enn grófari hluti en sagðir voru á Klaustri.

Þetta kemur fram í niðurstöðu, sem Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og sérstakur aukavaraforseti Alþingis, skrifar undir vegna erindis sem nefndinni barst og birtist á vef Alþingis í dag. Erindið lýtur að viðbrögðum Sigmundar Davíðs við fréttaflutningi af Klaustursmálinu, en þar er vísað til þess að samkvæmt siðareglum þingmanna mega þeir „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni“. 

Forsætisnefnd vísar sérstaklega til tjáningarfrelsis þingmannsins og hefur afgreitt málið án þess að vísa því til ráðgefandi siðanefndar.

Fram kemur að í erindinu hafi meðal annars verið vísað til viðtals í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 3. desember 2018 þar sem Klaustursmálið var til umfjöllunar. Sigmundur hafði þá verið staðinn að þátttöku í umræðum þar sem þingkonur voru kallaðar „húrrandi klikkuð kunta“, „helvítis tík“, heimilisofbeldi haft í flimtingum og talað um ráðherra sem „skrokk“ til að „ríða“. 

Aðspurður um málið sagði Sigmundur að samtöl sem þessi tíðkuðust meðal þingmanna. Hann hefði heyrt þingmenn segja ýmislegt sem væri „jafnvel ennþá og töluvert grófara en það sem við höfum heyrt á þessum upptökum“.

Þetta endurtók hann í bréfi til flokkssystkina sinna nokkru síðar þar sem hann sagði þingmenn vana að að eiga í svona samtölum. „Ég hef hlustað á þingmenn flestra flokka úthúða flokksfélögum sínum og nota orðbragð sem í sumum, jafnvel mörgum, tilvikum er enn grófara en það sem birst hefur að undanförnu,“ skrifaði hann

Steinunn Þóra Árnadóttir

Í erindinu til forsætisnefndar var því haldið fram að Sigmundur hefði með þessum málflutningi brotið gegn hátternisskyldum sínum. Forsætisnefnd bendir á að þingmenn njóti „ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi“.  Fram kemur að ummæli Sigmundar Davíðs varði atvik, án frekari tilgreiningar, sem hann telji sig sjálfur hafa upplifað og líta verði til þess að ummælin hafi fallið í málsvörn hans vegna Klaustursupptakanna. 

„Rétt er að leggja áherslu á að siðareglurnar hafa ekki þann tilgang að takmarka möguleika þingmanna til þess að bregðast við frásögnum og umfjöllun annarra um þá,“ segir í niðurstöðu forsætisnefndar. „Siðareglurnar geta á hinn bóginn, eins og áður segir, sett tjáningu alþingismanns skorður þegar kemur að því að meta hvernig hann hefur komið tjáningu sinni á framfæri og við hvaða aðstæður það er gert.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár