Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Suðurnes búa sig undir samdrátt og atvinnuleysi

Stjórn­völd í Reykja­nes­bæ og Suð­ur­nesja­bæ harma gjald­þrot WOW air. Fall flug­fé­lags­ins mun hafa tölu­verð áhrif á tengda starf­semi á svæð­inu.

Suðurnes búa sig undir samdrátt og atvinnuleysi

Áhrif gjaldþrots WOW air verða einna áþreifanlegust hjá íbúum á Suðurnesjum. Fjöldi manns á svæðinu vinnur við flugvallarstarfsemi eða tengda þjónustu. Um þúsund manns missa vinnuna hjá WOW air, en auk þess mun fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu og öðrum geirum þurfa að draga saman seglin.

Bæjarráð Reykjanesbæjar sendi frá sér bókun í gær þar sem gjaldþrot WOW air er harmað. „Ljóst er að þetta áfall mun hafa mikil samfélagsleg áhrif til skamms tíma, ekki síst fyrir Reykjanesbæ þar sem mikill fjöldi starfsmanna býr,“ segir í bókuninni. „Bæjarráð leggur áherslu á að hugað sé að velferð og hagsmunum allra starfsmanna og fyrirtækja sem þetta mun hafa áhrif á.“

Þá sendi Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, frá sér tilkynningu vegna málsins. Bæjarfélagið, sem er sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs, undirbýr nú viðbrögð og aðgerðir vegna gjaldþrotsins.

„Þótt svo ekki liggi fyrir hver verða bein áhrif á Suðurnesjabæ og íbúa sveitarfélagsins, þá má reikna með að þau verði nokkur,“ segir í tilkynningu Magnúsar. „Auk þess að allt starfsfólk WOW air hafi misst sín störf, hefur komið fram að einstök fyrirtæki sem hafa veitt flugfélaginu beina og óbeina þjónustu þurfa að draga saman starfsemi sína og því munu væntanlega fylgja uppsagnir starfsfólks.“

Bent er á að Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fjölmörg þjónustufyrirtæki á flugstöðvarsvæðinu séu staðsett í Suðurnesjabæ. „Fjöldi íbúa sveitarfélagsins starfar hjá þeim fyrirtækjum sem þar hafa starfsemi en ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig atburðir dagsins munu koma við það fólk. Þá má reikna með að áhrif verði á starfsemi annarra ferðaþjónustufyrirtækja, án þess að upplýsingar um það liggi fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár