Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samgöngustofa birtir upplýsingar um björgunarfargjöld

WOW air skil­aði flugrekstr­ar­leyfi inn til Sam­göngu­stofu klukk­an 8 í morg­un eft­ir að leigu­sal­ar létu kyrr­setja flug­vél­ar. Vef­síða Sam­göngu­stofu mun birta upp­lýs­ing­ar um björg­un­ar­far­gjöld og reyna að að­stoða strand­aða far­þega.

Samgöngustofa birtir upplýsingar um björgunarfargjöld

WOW air skilaði inn flugrekstarleyfi sínu til Samgöngustofu klukkan 8 í morgun eftir að ljóst var að leigusalar flugfélagsins í Bandaríkjunum létu kyrrsetja flugvélar. Vefur Samgöngustofu mun birta upplýsingar til að hjálpa farþegum að komast á áfangastað.

Þórhildur Elín Elínardóttir

Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir nána samvinnu hafa átt sér stað á milli stofnunarinnar og WOW air á meðan viðræður flugfélagsins við kröfuhafa og fjárfesta stóðu yfir. Því hafi ekki komið á óvart að leyfinu hafi verið skilað inn. „Endurfjármögnun er heimil, svo framarlega sem flugöryggi er aldrei stefnt í hættu,“ segir hún. „Þannig hefur þetta máli verið unnið af Samgöngustofu í samskipti við þennan flugrekanda eins og aðra. Það er alltaf í fyrsta, öðru og þriðja sæti.“

Fljótlega verða birtar á vef Samgöngustofu upplýsingar um svokölluð björgunarflug, til að hjálpa farþegum WOW air sem ekki hafa komist á áfangastað vegna endaloka flugfélagsins. „Vefurinn okkar verður miðjan í upplýsingagjöf til farþega, fjölmiðla og annarra hlutaðeigandi,“ segir Þórhildur. „Við miðlum upplýsingum jafnóðum og þær birtast. Verkefnið í dag er að hjálpa farþegum að komast á áfangastað eins fljótt og hægt er.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár