Fréttaflutningur Fréttablaðsins um að Efling hafi krafist 70 til 85 prósenta launahækkana fyrir meginþorra félagsmanna sinna er á skjön við formlegt samningstilboð Eflingar og samflotsfélaga sem lagt var fram viku áður en fréttin birtist.
Útreikningar Fréttablaðsins gera ráð fyrir innleiðingu 1,5 prósenta launabils milli launaflokka og 2 prósenta bils milli aldursþrepa. Slíka kröfu var þó ekki að finna í gagntilboði Eflingar, VR, VLFA og VLFG, sem lagt var fram hjá ríkissáttasemjara þann 15. febrúar síðastliðinn.
Í kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands (SGS), sem samþykkt var 10. október 2018, er kallað eftir því að skilgreint verði „hundraðshlutfall á milli flokka og þrepa“ og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa fullyrt að „í viðræðum aðila [hafi komið] fram að SGS vill sjá 1,5% bil milli launaflokka og 2% milli aldursþrepa“.
Efling afturkallaði hins vegar samningsumboð sitt frá SGS þann 20. desember síðastliðinn. Aðspurður hvort Efling hafi haldið kröfunni …
Athugasemdir