Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þórdís Kolbrún verður dómsmálaráðherra

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir mun sinna bæði dóms­mála­ráðu­neyt­inu og ferða­mála-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu. Bjarni Bene­dikts­son seg­ir ekki úti­lok­að að Sig­ríð­ur And­er­sen snúi aft­ur í ráðu­neyt­ið seinna á kjör­tíma­bil­inu.

Þórdís Kolbrún verður dómsmálaráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður nýr dómsmálaráðherra. Þetta tilkynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, á blaðamannafundi rétt í þessu.

Þórdís Kolbrún mun taka sæti í ríkisstjórn á ríkisráðsfundi klukkan fjögur. Hún var aðstoðarmaður Ólafar Nordal dómsmálaráðherra og hefur því reynslu af störfum í ráðuneytinu. Þá er hún menntuð sem lögfræðingur.

Skipunin verður tímabundin, að sögn Bjarna. „Maður hleypur ekki til og skipar í ráðherrastól á innan við sólahring,“ segir Bjarni. Segir hann samstöðu hafa verið í þingflokknum um ákvörðunina.

Ekki er loku skotið fyrir að Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, snúi aftur í ráðuneytið, að sögn Bjarna. „Ég sé ekki fram á að það gerist á næstu vikum,“ segir Bjarni. „Það er alveg galopið fyrir það.“

Aðspurður sagði Bjarni að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun dómara við Landsrétt, sem leiddi til afsagnar Sigríðar, hafi komið ríkisstjórninni á óvart. Sagði hann að skrifuð hefðu verið minnisblöð í öðrum ráðuneytum en sínu þar sem farið hafi verið yfir mögulegar niðurstöður, en þessi hafi komið í opna skjöldu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár