„Það tekur stundum á mig ennþá að tala um þetta allt saman, mér fannst þetta mjög sárt,“ segir Kolbrún Lilja Guðnadóttir, sem tilkynnti séra Gunnar Björnsson fyrir kynferðisbrot gegn sér á Selfossi þegar hún var 13 ára. „Ég var alltaf sár að það hafi ekki farið alla leið. Var mitt mál þá minna virði en hin?“
Sex konur lýstu kynferðislegri áreitni séra Gunnars við sig á barns- og unglingsaldri í síðasta tölublaði Stundarinnar. Þær segja að hann hafi í tíð sinni sem sóknarprestur í Bolungarvík, á Flateyri og á Selfossi nýtt sér aðstöðu sína til að kyssa þær og káfa á þeim. Lokaður MeToo-hópur hefur verið stofnaður á Facebook þar sem konurnar deila sögum sínum.
Kolbrún var ein af fimm stúlkum sem tilkynntu um framferði Gunnars þegar hann var sóknarprestur í Selfosskirkju. Lögregluyfirvöld ákærðu aðeins í tveimur málanna, en Gunnar var sýknaður í Hæstarétti árið 2009 þar sem háttsemi hans …
Athugasemdir