Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Samfélagið trúði okkur ekki“

Mæðg­urn­ar Lilja Magnús­dótt­ir og Helga María Ragn­ars­dótt­ir segja að sam­fé­lag­ið á Sel­fossi hafi snú­ið við þeim baki eft­ir að Helga María sagði 16 ára frá því sem hún upp­lifði sem kyn­ferð­is­lega áreitni séra Gunn­ars Björns­son­ar í Sel­foss­kirkju. Sam­særis­kenn­ing­ar um fyr­ir­ætlan­ir þeirra lifi enn góðu lífi í bæn­um. Tíu ár eru nú lið­in frá því að Hæstirétt­ur sýkn­aði í máli Helgu og annarr­ar ung­lings­stúlku.

„Samfélagið trúði okkur ekki“
Lilja Magnúsdóttir Lilja segir yfirmann sinn hafa sagt sér að málið væri allt samsæri hjá sóknarnefndinni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Helga María Ragnarsdóttir var 16 ára þegar hún sagði móður sinni að presturinn í Selfosskirkju hefði reynt að kyssa sig. Ári síðar, í mars 2009, hafði Hæstiréttur dæmt í málinu og sýknað séra Gunnar Björnsson þar sem háttsemi hans gagnvart tveimur stúlkum í kirkjunni hefði ekki getað talist kynferðisleg áreitni eða ósiðlegt athæfi gagnvart barni í skilningi laganna.

Sex konur, þar á meðal Helga María, lýsa kynferðislegri áreitni séra Gunnars við sig á barns- og unglingsaldri í samtölum við Stundina. Þær segja að hann hafi í tíð sinni sem sóknarprestur í Bolungarvík, á Flateyri og á Selfossi nýtt sér aðstöðu sína til að kyssa þær og káfa á þeim.

Helga María flutti frá Selfossi og hefur lítið komið til baka. Móðir hennar, Lilja Magnúsdóttir, bjó þar áfram um hríð og segist hafa upplifað hvernig bæjarfélagið hafi snúist gegn fjölskyldunni fyrir að bera sakir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Séra Gunnar

Skýr afstaða gegn því að Gunnar Björnsson fái að þjónusta
FréttirSéra Gunnar

Skýr af­staða gegn því að Gunn­ar Björns­son fái að þjón­usta

Séra Gunn­ari Björns­syni hef­ur í tvígang ver­ið mein­að að jarð­syngja lát­ið fólk á þessu ári. Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir bisk­up tek­ur „skýra af­stöðu með þo­lend­um“ og hef­ur beitt sér gegn því að Gunn­ar fái að þjón­usta. Helga Bjarna­dótt­ir, sem lýsti sið­ferð­is­brot­um Gunn­ars gegn sér ár­ið 2019, gagn­rýn­ir frétta­flutn­ing um að með þessu sé brot­ið gegn Gunn­ari. Til um­ræðu er að svipta Gunn­ar hemp­unni.
Fermingarbarn séra Gunnars: „Ég var grátandi hjá honum þegar hann gerði þetta.“
FréttirSéra Gunnar

Ferm­ing­ar­barn séra Gunn­ars: „Ég var grát­andi hjá hon­um þeg­ar hann gerði þetta.“

Kol­brún Lilja Guðna­dótt­ir til­kynnti um að séra Gunn­ar Björns­son hefði káf­að á henni þeg­ar hún var 13 ára og ótt­að­ist um vin­konu sína eft­ir bíl­slys. Mál henn­ar fór ekki fyr­ir dóm­stóla, ólíkt tveim­ur öðr­um á Sel­fossi sem hann var sýkn­að­ur fyr­ir. Hún seg­ir sátta­fund hjá bisk­upi hafa ver­ið eins og at­riði úr Ára­móta­s­kaup­inu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár