Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stúdentaráð mótmælir samningi um tanngreiningar

Há­skóli Ís­lands fram­kvæm­ir áfram tann­grein­ing­ar til að skera úr um ald­ur barna á flótta sam­kvæmt verk­samn­ingi við Út­lend­inga­stofn­un. Stúd­enta­ráð seg­ir samn­ing­inn brjóta gegn vís­inda­siða­regl­um.

Stúdentaráð mótmælir samningi um tanngreiningar
Elísabet Brynjarsdóttir Formaður Stúdentaráðs segir ráðið einróma í andstöðu sinni við samning um tanngreiningar.

Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun háskólaráðs um að ganga frá samkomulagi við Útlendingastofnun um tanngreiningar til að skera úr um aldur barna á flótta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stúdentaráði í morgun.

„Tillagan felur í sér að rektor sé falið, í samráði við Heilbrigðisvísindasvið, að ganga frá samkomulagi við Útlendingastofnun um verksamning við Háskóla Íslands um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatökur á börnum á flótta,“ segir í tilkynningunni.

Aðeins einn fulltrúi í háskólaráði, fulltrúi stúdenta, greiddi atkvæði gegn tillögu rektors. Fjöldi starfsmanna háskólans hefur lýst yfir andstöðu við framkvæmdina, en skólinn hefur framkvæmt slíkar tanngreiningar frá árinu 2014 án samnings. Bendir Stúdentaráð á að slíkar rannsóknir hafi farið fram innan háskólans mun lengur og verið nýttar í fræðigreinar.

„Stúdentaráð telur það grafalvarlegt mál að slíkar rannsóknir hafi farið fram yfir svo langt tímabil á jafn viðkvæmum hópi, án samnings, og jafnframt að það hafi verið birtar vísindagreinar með gögnum og myndum af tönnum hælisleitenda,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem gögnin hafa verið nýtt í opinberar fræðigreinar og vísindarannsókn telur Stúdentaráð að brotið hafi verið á vísindasiðareglum Háskóla Íslands frá árinu 2014.“

Stúdentaráð telur mörgum spurningum ósvarað, meðal annars hvort fylgdarlaus börn geti veitt upplýst samþykki fyrir þátttöku í slíkum rannsóknum.

Stúdentaráð telur það skammarlegt að Háskóli Íslands virðist ekki hafa tekið eftirfarandi rök til greina við úrvinnslu málsins því enn standa eftir ósvaraðar spurningar,“ segir í tilkynningunni. „Það er Stúdentaráði þungbært að æðsta vald háskólans hafi samþykkt að Háskóli Íslands taki sér stöðu með þeim hætti sem samningurinn greinir, í málefnum hælisleitenda hérlendis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár