Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samviska Háskóla Íslands rís upp gegn tanngreiningum

Þær Elísa­bet Brynj­ars­dótt­ir, Bjarn­heið­ur Krist­ins­dótt­ir og Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir, eru á með­al fjölda stúd­enta, doktorsnema og starfs­manna Há­skóla Ís­lands sem mót­mæla fyr­ir­hug­uð­um samn­ingi skól­ans við Út­lend­inga­stofn­un um tann­grein­ing­ar á hæl­is­leit­end­um. Þær segja óverj­andi af skól­an­um að stunda slík­ar rann­sókn­ir.

Þrjár konur, sem nema og starfa við Háskóla Íslands, stíga fram í samtali við Stundina og gagnrýna skólann sinn harðlega fyrir að hafa stundað röntgenrannsóknir á tönnum ungra hælisleitenda fyrir Útlendingastofnun. Þær Elísabet Brynjarsdóttir, forseti stúdentaráðs, Bjarnheiður Kristinsdóttir, doktorsnemi í stærðfræðimenntun og Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki og stundakennari við Háskóla Íslands, eru á meðal þeirra sem hafa að undanförnu leitt mótmæli gegn tanngreiningum á ungum hælisleitendum við Háskóla Íslands.

Stúdentar, doktorsnemar og starfsmenn við skólann hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem rannsóknunum er mótmælt harðlega, en skólinn vinnur nú að þjónustusamningi við Útlendingastofnun um slíkar tanngreiningar. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að aldurgreiningar á tönnum fari ekki fram á meðan. Málið sé nú til skoðunar hjá Heilbrigðisvísindasviði Háskólans. 

Óþægilegt fyrir rektor

Stundin greindi frá því þann 26. september síðastliðinn að Útlendingastofnun og háskólinn ynnu að gerð þjónustusamnings um aldursgreiningar á tönnum hælisleitenda. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár