Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flóttamenn sváfu á Austurvelli: „Það var ískalt en við gátum þetta“

Mót­mæli standa enn yf­ir á Aust­ur­velli. Flótta­menn gistu á Aust­ur­velli í níst­ingskulda og snjó.

Flóttamenn mótmæla á Austurvelli

Mótmæli hælisleitenda og flóttamanna stóðu enn yfir á Austurvelli í dag og hafa mótmælendur nú reist stórt tjald og klæðst svörtum ruslapokum til að verjast veðráttunni. Mótmælendur segja kröfur sínar skýrar og að þeir hætti ekki að mótmæla nema kröfum þeirra verði mætt.

Nóttin var nístingsköld að sögn Milads, flóttamanns frá Íran sem senda á aftur til Grikklands þar sem hann hlaut alþjóðlega vernd.

„Það var ískalt en við gátum þetta því við vorum búin að taka ákvörðun. Við munum vera hér þangað til kröfum okkar er mætt. Við förum ekki héðan fyrr en við höfum afrekað eitthvað. Okkur er alvara,“ segir Milad.

Milad segir mótmælendurna ætla eyða næstu dögum á Austurvelli gerist þess þörf.

Amal frá Afghanistan segir betra að vera í snjónum á Austurvelli en í búsetuúrræði hælisleitenda, Ásbrú. „Ásbrú er eins og fangelsi. Það er betra að vera hér en á Ásbrú,“ segir hann.

Flóttamenn hlýja sér í kuldanum

Mótmælt síðan á mánudag

Mótmælin hófust á mánudag. Þau byrjuðu með friðsömu móti en þegar leið á daginn beittu lögreglumenn piparúða og handtóku tvo mótmælendur. 

Í gær var boðað til mótmæla að nýju á Austurvelli. Fólk safnaðist saman til þess að krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.

Sigríður kynnt nýlega drög að frumvarpi til breytinga á útlendingalögum sem myndu fela í sér herta útlendingastefnu og þrengja að réttindum hælisleitanda. Að loknum mótmælum tengdum Landsrétti héldu mótmæli hælisleitanda áfram.

Umgjörðin á lögreglustöðinni ofbeldi

Elínborg Harpa Önundardóttir, önnur þeirra sem var handtekin á mánudag, sagðist vera komin til að mótmæla framgöngu lögreglu á fyrri mótmælum og til að sýna samstöðu með flóttafólki. Kröfur þeirra eru fimm talsins „Ekki fleiri brottvísanir, ekki meiri Dyflin, rétturinn til vinnu, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi og lokun Ásbrú,“ segir Elínborg.

Elínborg var dregin út af mótmælunum í gær af þremur lögreglumönnum því hún sat á pappaspjaldi sem lögreglan kvaðst telja að mótmælendur hygðust kveikja í. Elínborg var handtekin í kjölfarið. „Áður en ég veit af er búið að handtaka mig og verið að taka mig í burtu. Svo sé ég að það er verið að piparúða fólk í kringum mig,“ segir Elínborg.

Marblettur eftir framgang lögreglu

„Öll umgjörðin á lögreglustöðinni var mun meira ofbeldi en handtakan sjálf“

„Mér var sagt að ég mætti ekki hringja í lögfræðinginn minn. Þeir sögðust ætla gera það. Þeir spurðu mig ekki hvað hann hét fyrr en tvemur til þremur tímum seinna,“ segir Elínborg. Lögreglan tilkynnti Elínborgu ekki u að hún mætti hringja í aðstandanda. Móður Elínborgar var tilkynnt þegar hún kom niður á lögreglustöð að Elínborg vildi ekki tala við hana fyrst hún væri ekki búin að hringja í hana. „Öll umgjörðin á lögreglustöðinni var mun meira ofbeldi en handtakan sjálf, upplifði ég,“ segir Elínborg.  

Finnur fyrir örygggi á Íslandi

Shahnaz Safari, einstæð móðir með tvö börn, sem senda á úr landi, mætti á mótmælin. „Ég bið íslensk stjórnvöld um að vísa mér ekki úr landi. Ef ég hefði ekki átt í vandræðum þaðan sem ég kom, hefði ég aldrei komið hingað. Ég er orðin kvefuð og börnin mín líka en við erum hér að mótmæla,“ segir Shahnaz.

„Ég bið íslensk stjórnvöld um að vísa mér ekki úr landi.“

Shahnaz segir Ísland fyrsta landið sem hún finni fyrir öryggi í. „ Þegar ég sendi börnin mín í skólann á Íslandi veit ég að þau koma örugg heim, þannig er það ekki í Grikklandi,“ segir hún.

Shahnaz Safari á mótmælum
Flóttamaður að hlýja sér
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár