Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Flóttamenn sváfu á Austurvelli: „Það var ískalt en við gátum þetta“

Mót­mæli standa enn yf­ir á Aust­ur­velli. Flótta­menn gistu á Aust­ur­velli í níst­ingskulda og snjó.

Flóttamenn mótmæla á Austurvelli

Mótmæli hælisleitenda og flóttamanna stóðu enn yfir á Austurvelli í dag og hafa mótmælendur nú reist stórt tjald og klæðst svörtum ruslapokum til að verjast veðráttunni. Mótmælendur segja kröfur sínar skýrar og að þeir hætti ekki að mótmæla nema kröfum þeirra verði mætt.

Nóttin var nístingsköld að sögn Milads, flóttamanns frá Íran sem senda á aftur til Grikklands þar sem hann hlaut alþjóðlega vernd.

„Það var ískalt en við gátum þetta því við vorum búin að taka ákvörðun. Við munum vera hér þangað til kröfum okkar er mætt. Við förum ekki héðan fyrr en við höfum afrekað eitthvað. Okkur er alvara,“ segir Milad.

Milad segir mótmælendurna ætla eyða næstu dögum á Austurvelli gerist þess þörf.

Amal frá Afghanistan segir betra að vera í snjónum á Austurvelli en í búsetuúrræði hælisleitenda, Ásbrú. „Ásbrú er eins og fangelsi. Það er betra að vera hér en á Ásbrú,“ segir hann.

Flóttamenn hlýja sér í kuldanum

Mótmælt síðan á mánudag

Mótmælin hófust á mánudag. Þau byrjuðu með friðsömu móti en þegar leið á daginn beittu lögreglumenn piparúða og handtóku tvo mótmælendur. 

Í gær var boðað til mótmæla að nýju á Austurvelli. Fólk safnaðist saman til þess að krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.

Sigríður kynnt nýlega drög að frumvarpi til breytinga á útlendingalögum sem myndu fela í sér herta útlendingastefnu og þrengja að réttindum hælisleitanda. Að loknum mótmælum tengdum Landsrétti héldu mótmæli hælisleitanda áfram.

Umgjörðin á lögreglustöðinni ofbeldi

Elínborg Harpa Önundardóttir, önnur þeirra sem var handtekin á mánudag, sagðist vera komin til að mótmæla framgöngu lögreglu á fyrri mótmælum og til að sýna samstöðu með flóttafólki. Kröfur þeirra eru fimm talsins „Ekki fleiri brottvísanir, ekki meiri Dyflin, rétturinn til vinnu, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi og lokun Ásbrú,“ segir Elínborg.

Elínborg var dregin út af mótmælunum í gær af þremur lögreglumönnum því hún sat á pappaspjaldi sem lögreglan kvaðst telja að mótmælendur hygðust kveikja í. Elínborg var handtekin í kjölfarið. „Áður en ég veit af er búið að handtaka mig og verið að taka mig í burtu. Svo sé ég að það er verið að piparúða fólk í kringum mig,“ segir Elínborg.

Marblettur eftir framgang lögreglu

„Öll umgjörðin á lögreglustöðinni var mun meira ofbeldi en handtakan sjálf“

„Mér var sagt að ég mætti ekki hringja í lögfræðinginn minn. Þeir sögðust ætla gera það. Þeir spurðu mig ekki hvað hann hét fyrr en tvemur til þremur tímum seinna,“ segir Elínborg. Lögreglan tilkynnti Elínborgu ekki u að hún mætti hringja í aðstandanda. Móður Elínborgar var tilkynnt þegar hún kom niður á lögreglustöð að Elínborg vildi ekki tala við hana fyrst hún væri ekki búin að hringja í hana. „Öll umgjörðin á lögreglustöðinni var mun meira ofbeldi en handtakan sjálf, upplifði ég,“ segir Elínborg.  

Finnur fyrir örygggi á Íslandi

Shahnaz Safari, einstæð móðir með tvö börn, sem senda á úr landi, mætti á mótmælin. „Ég bið íslensk stjórnvöld um að vísa mér ekki úr landi. Ef ég hefði ekki átt í vandræðum þaðan sem ég kom, hefði ég aldrei komið hingað. Ég er orðin kvefuð og börnin mín líka en við erum hér að mótmæla,“ segir Shahnaz.

„Ég bið íslensk stjórnvöld um að vísa mér ekki úr landi.“

Shahnaz segir Ísland fyrsta landið sem hún finni fyrir öryggi í. „ Þegar ég sendi börnin mín í skólann á Íslandi veit ég að þau koma örugg heim, þannig er það ekki í Grikklandi,“ segir hún.

Shahnaz Safari á mótmælum
Flóttamaður að hlýja sér
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár