Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Varaþingmaður VG styður vantraust á dómsmálaráðherra

Gísli Garð­ars­son sit­ur á Al­þingi fyr­ir Vinstri græn þrátt fyr­ir hafa sagt sig úr flokkn­um vegna and­stöðu við rík­is­stjórn­ina og embætt­is­færsl­ur Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra.

Varaþingmaður VG styður vantraust á dómsmálaráðherra

Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri grænna, mun styðja vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra ef til hennar kemur. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveðinn var upp í morgun var íslenska ríkið dæmt brotlegt vegna vinnubragða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra þegar hún skipaði fjóra dómara við Landsrétt í trássi við mat hæfnisnefndar sumarið 2017.

Gísli tók sæti í gær fyrir Andrés Inga Jónsson en er í þeirri óvenjulegu stöðu að sitja á Alþingi fyrir flokk sem hann hefur sagt sig úr. „Ég sagði mig úr Vinstrihreyfingunni  - grænu framboði við ríkisstjórnarmyndun vegna afstöðu minnar til ríkisstjórnarinnar og þar með talið dómsmálaráðherra vegna skipunarinnar í Landsrétt og fjármálaráðherra eftir Panamaskjölin,“ segir Gísli í samtali við Stundina. „Sú afstaða hefur ekki breyst.“

Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir voru einu þingmenn Vinstri grænna sem kusu með vantrauststillögu sem borin var upp á dómsmálaráðherra í mars í fyrra. Höfðu þá dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að embættisfærslur ráðherra í Landsréttarmálinu hefðu falið í sér brot gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Níu þingmenn flokksins vörðu hana vantrausti.

Gísli mun sitja fundi þingflokks Vinstri grænna. „Ég hef ekkert heyrt í hinum þingmönnunum og mundi vilja heyra hvernig hljóðið er í þeim,“ segir hann. „Þetta er búin að vera fjörugri vika en ég bjóst við.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár