Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mannréttindadómstóllinn: Alþingi brást með alvarlegum hætti í Landsréttarmálinu

Al­þingi fylgdi ekki lög­um þeg­ar greidd voru at­kvæði um skip­un dóm­ara. Þetta skað­aði ferl­ið og trú­verð­ug­leika þess að mati Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Mannréttindadómstóllinn: Alþingi brást með alvarlegum hætti í Landsréttarmálinu

Verklag Alþingis við skipun landsréttardómara, þar sem kosið var um alla umsækjendur í einu í stað þess að taka afstöðu til skipunar hvers dómara fyrir sig, fól í sér lögbrot og alvarlegan ágalla á skipunarferlinu og trúverðugleika þess.

Mannréttindadómstóll Evrópu leggur áherslu á þetta í dómi sínum í Landsréttarmálinu sem kveðinn var upp í morgun. Að mati dómsins brugðust bæði framkvæmdarvaldið og löggjafinn þegar skipað var í Landsrétt.

Fyrir vikið teljast fjórmenningarnir sem valdir voru í trássi við mat hæfnisnefndar ekki hafa verið skipaðir samkvæmt lögum. Brotið hefur verið gegn rétti dómþola þeirra réttlátrar málsmeðferðar fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstól. 

Unnur Brá Konráðsdóttir var forseti Alþingis þegar atkvæðagreiðslan fór fram árið 2017 og bar upp tillöguna um að kosið yrði um alla dómara í einu. Nú er hún aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis varði sérstaklega hvernig staðið var að atkvæðagreiðslunni á sínum tíma og sendi skrifstofa Alþingis forseta Íslands greinargerð þar sem verklagið var réttlætt. „Ég get aðeins sagt að það var mjög vandað til und­ir­bún­ings at­kvæðagreiðslunn­ar á fimmtu­dag­inn og hugað vel að öll­um atriðum og orðalagi,“ sagði Helgi í viðtali við Mbl.is eftir að Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands sem tók þátt í að semja frumvarp til laga um nýtt millidómsstig, hafði bent á að Alþingi hefði ekki farið að lögum við meðferð málsins.

Hæstiréttur komst síðar að þeirri niðurstöðu að Alþingi hefði brotið lög með því að kjósa um alla dómarana í einu en ekki hvern og einn. Mannréttindadómstóllinn bendir sérstaklega á þetta og telur að með þessu hafi Alþingi skaðað trúverðugleika skipunarferlisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár