Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu

Lög­brot dóms­mála­ráð­herra við skip­un Lands­rétt­ar­dóm­ara leiddu af sér að brot­ið hef­ur ver­ið gegn rétti dóm­þola til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar fyr­ir sjálf­stæð­um og óvil­höll­um dóm­stóli.

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu

Íslenska ríkið braut gegn rétti manns til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi þegar dómari sem dómsmálaráðherra hafði skipað með ólögmætum hætti við Landsrétt dæmdi í máli hans.

Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem kveðinn var upp í Strassborg rétt í þessu. Telst Ísland hafa brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en ákvæðið veitir hverjum þeim sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. 

„Sú staðreynd ein og sér að dómari, sem hefur ekki verið skipaður með löglegum hætti í skilningi 6. gr. sáttmálans, dæmi í sakamáli nægir til að komist sé að þeirri niðurstöðu að framið hafi verið brot gegn greininni í samræmi við grundvallarreglur réttarríkisins,“ segir meðal annars í dóminum.  

Þótt málið varði að nafninu til dóm Arnfríðar Einarsdóttur í umferðarlagabrotamáli Guðmundar Andra Ástráðssonar, skjólstæðings Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns fyrir Landsrétti, hefur hinn nýuppkveðni dómur Mannréttindadómstóls Evrópu gríðarlega þýðingu fyrir íslenskt réttarkerfi.

Annars vegar fyrir dómþola í Landsrétti og hins vegar fyrir þá fjóra dómara sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við dómstólinn í trássi við mat hæfnisnefndar sumarið 2017. 

Eins og íslenskir dómstólar hafa margstaðfest vanrækti dómsmálaráðherra rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar við skipun dómara í Landsrétt og sýndi ekki fram á að þeir dómarar sem hún valdi væru hæfustu umsækjendurnir. Fyrir vikið var brotið gegn öðrum umsækjendum um dómarastöðurnar og hafa þeim verið dæmdar bætur.

Nú liggur fyrir að með lögbroti dómsmálaráðherra og setu hinna ólöglega skipuðu dómara í réttinum hefur einnig verið brotið gegn mannréttindum fólks sem hefur verið dæmt í Landsrétti síðan dómstóllinn tók til starfa.

Má því vænta þess að farið verði fram á endurupptöku og miskabætur í fjölda mála sem fjórmenningarnir hafa dæmt. Af 61. gr. stjórnarskrárinnar leiðir þó að dómurunum fjórum verður ekki vikið úr embætti nema með dómi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár