Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

140 ítalskir hermenn æfa flug á Íslandi

Heræf­ing­ar á veg­um NATO munu standa yf­ir á Ís­landi næsta mán­uð­inn. Ít­alski flug­her­inn mun æfa að­flug á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöð­um.

140 ítalskir hermenn æfa flug á Íslandi

Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi og tekur verkefnið um mánuð. Alls munu allt að 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðflugsæfingar flugsveitarinnar munu fara fram á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum 11. til 15. mars. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur.

„Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland,“ segir í tilkynningunni. „Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.  Ráðgert er að verkefninu ljúki um miðjan apríl. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár