Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

140 ítalskir hermenn æfa flug á Íslandi

Heræf­ing­ar á veg­um NATO munu standa yf­ir á Ís­landi næsta mán­uð­inn. Ít­alski flug­her­inn mun æfa að­flug á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöð­um.

140 ítalskir hermenn æfa flug á Íslandi

Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi og tekur verkefnið um mánuð. Alls munu allt að 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðflugsæfingar flugsveitarinnar munu fara fram á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum 11. til 15. mars. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur.

„Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland,“ segir í tilkynningunni. „Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.  Ráðgert er að verkefninu ljúki um miðjan apríl. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár