Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

140 ítalskir hermenn æfa flug á Íslandi

Heræf­ing­ar á veg­um NATO munu standa yf­ir á Ís­landi næsta mán­uð­inn. Ít­alski flug­her­inn mun æfa að­flug á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöð­um.

140 ítalskir hermenn æfa flug á Íslandi

Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi og tekur verkefnið um mánuð. Alls munu allt að 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Aðflugsæfingar flugsveitarinnar munu fara fram á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum 11. til 15. mars. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur.

„Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland,“ segir í tilkynningunni. „Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.  Ráðgert er að verkefninu ljúki um miðjan apríl. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár