Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina

Varn­ar­sveit­ir Kúrda hafa gef­ið það út að Hauk­ur Hilm­ars­son hafi far­ist í árás Tyrk­lands­hers þann 24. fe­brú­ar 2018. Snorri Páll Jóns­son hef­ur síð­ast­lið­ið ár reynt að kom­ast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina op­in­beru sögu trú­an­lega enda stang­ast frá­sagn­ir fé­laga Hauks af vett­vangi á við hana að veru­legu leyti.

Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina
Með grískum anarkistasamtökum Haukur kom til Sýrlands á vegum grísku anarkistasamtakanna RUIS en hann lauk herþjálfun hjá tyrkneska marxistaflokknum, MLKP. Mynd: Facebook

Fyrir um ári síðan, eða þann 6. mars 2018, bárust fréttir þess efnis að Haukur Hilmarsson hefði fallið í árás Tyrklandshers á Afrin-hérað í Norðvestur-Sýrlandi, en þangað var Haukur kominn til að leggja Rojava-byltingu sýrlenskra Kúrda lið. Fyrstu fréttir af atburðum voru óljósar og sumar þversagnakenndar. Þannig var Haukur ýmist sagður hafa farist í sprengjuárás, skotárás eða loftárás Tyrklandshers auk þess sem tveir samherjar hans, sem voru sagðir arabískir í mörgum fréttum en tyrkneskir í öðrum frásögnum, áttu ýmist að hafa fallið með honum eða lifað árásina af. Þá virtust dagsetningar og staðsetningar atburðarins töluvert á reiki. Varnarsveitir Kúrda, YPG, gáfu síðar út opinbera yfirlýsingu þar sem því var haldið fram að Haukur hefði látist í sprengjuárás Tyrklandshers á víglínunni Badina-Dimilya þann 24. febrúar 2018, og hafa þeir haldið þeirri dagsetningu á lofti æ síðan.

Snorri Páll Jónsson og Steinunn Gunnlaugsdóttir, vinir Hauks til margra ára, hafa ásamt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi
GreiningStríðið í Sýrlandi

Rýt­ing­ur í bak Kúrda leið­ir til lo­ka­upp­gjörs í Sýr­landi

Banda­ríkja­stjórn sveik sína nán­ustu banda­menn gegn IS­IS á dög­un­um með því að gefa Tyrkj­um skot­leyfi á varn­ar­sveit­ir Kúrda í Sýr­landi. Er­doğ­an Tyrk­lands­for­seti er hins veg­ar kom­inn í stór­kost­leg vand­ræði og inn­rás hans er í upp­námi eft­ir að Kúr­d­ar ventu kvæði sínu í kross og gerðu banda­lag við Rússa og sýr­lenska stjórn­ar­her­inn. Um leið og Banda­ríkja­her er að hverfa á brott frá land­inu virð­ist allt stefna í lo­ka­upp­gjör í borg­ara­stríð­inu sem hef­ur geis­að í átta ár.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár