Fyrir um ári síðan, eða þann 6. mars 2018, bárust fréttir þess efnis að Haukur Hilmarsson hefði fallið í árás Tyrklandshers á Afrin-hérað í Norðvestur-Sýrlandi, en þangað var Haukur kominn til að leggja Rojava-byltingu sýrlenskra Kúrda lið. Fyrstu fréttir af atburðum voru óljósar og sumar þversagnakenndar. Þannig var Haukur ýmist sagður hafa farist í sprengjuárás, skotárás eða loftárás Tyrklandshers auk þess sem tveir samherjar hans, sem voru sagðir arabískir í mörgum fréttum en tyrkneskir í öðrum frásögnum, áttu ýmist að hafa fallið með honum eða lifað árásina af. Þá virtust dagsetningar og staðsetningar atburðarins töluvert á reiki. Varnarsveitir Kúrda, YPG, gáfu síðar út opinbera yfirlýsingu þar sem því var haldið fram að Haukur hefði látist í sprengjuárás Tyrklandshers á víglínunni Badina-Dimilya þann 24. febrúar 2018, og hafa þeir haldið þeirri dagsetningu á lofti æ síðan.
Snorri Páll Jónsson og Steinunn Gunnlaugsdóttir, vinir Hauks til margra ára, hafa ásamt …
Athugasemdir