Einar Sveinsson og sonur hans, Benedikt Sveinsson, hafa keypt upp nokkurt magn hlutabréfa í Hval hf. á liðnum árum og reynt að kaupa enn meira. Þetta hafa þeir gert í gegnum einkahlutafélagið P 126 ehf. sem er í eigu fyrirtækis í Lúxemborg. Félagið hefur á síðustu árum bætt við sig hlutum í Hval hf. á hverju ári.
Samhliða þessum aukna eignarhlut hefur Einar Sveinsson orðið stjórnarformaður Hvals hf. líkt og Stundin greindi frá síðastliðið sumar.
Breytt að beiðni Kristjáns Loftssonar
Fréttablaðið sagði frá því fyrir skömmu að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefði breytt reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum að beiðni Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, í fyrra. Í tölvupóstinum sagði Kristján Loftsson meðal annars: „Einnig set ég sem viðhengi reglugerðina Nr. 489 frá 28. maí 2009, en þar hef ég sett …
Athugasemdir