Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Börn hvött til að forðast útivist vegna svifryks

Svifryk mæl­ist langt yf­ir heilsu­vernd­ar­mörk­um í höf­uð­borg­inni í dag. Al­menn­ing­ur er hvatt­ur til að draga úr notk­un einka­bíls­ins á með­an veð­ur er stillt, kalt og úr­koma er lít­il.

Börn hvött til að forðast útivist vegna svifryks

Svifryk mælist langt yfir heilsuverndarmörkum víða um höfuðborgina í dag. Reykjavíkurborg hvetur almenning til að halda börnum inni og draga úr notkun einkabílsins af heilsuverndarástæðum.

Styrkur svifryks í stærri ögnum (PM10) er hár samkvæmt mælingum í tveimur mælistöðvum borgarinnar.  Við Grensásveg fór klukkutímagildið í 119,0 míkrógrömm á rúmmetra, en heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöð við Njörvasund/Sæbraut var klukkutímagildið 106,4 míkrógrömm á rúmmetra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist grannt með loftgæðunum og gefur út frekari viðvaranir ef þarf.

„Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. „Næstu daga er því búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum. Almenningur er hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðagatna.“

Svifryk krabbameinsvaldandi og hættulegt börnum

Svifryk er flokkað með tvennum hætti. Annars vegar eru agnir undir 2,5 μm að stærð (PM2,5) og hins vegar agnir á bilinu 2,5-10 μm að stærð (PM10). Síðarnefnda útgáfan er sú sem reglulega fer yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík og er slit gatna ein helsta uppspretta þess að vetrarlagi og er þar helsti sökudólgurinn notkun nagladekkja. Fínni svifryksagnirnar eru að mestu tilkomnar vegna bruna eldsneytis, en samkvæmt árlegri loftgæðaskýrslu EEA metur stofnunin það svo að allt að 80 ótímabær dauðsföll megi rekja til útsetningar PM2,5 svifryks á Íslandi á hverju ári. 

PM10 er skráð sem krabbameinsvaldandi efni hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Agnirnar eru svo smáar að þær komast djúpt inn í lungun við innöndun og geta haft margvísleg heilsufarsáhrif. Innöndun í miklu magni getur leitt til öndunarerfiðleika og í alvarlegum tilfellum hás blóðþrýstings, hjartaáfalls, heilablóðfalls og jafnvel dauða. Aldraðir, börn og þeir sem eru með undirliggjandi öndunarfæra- eða hjartasjúkdóma eru viðkvæmastir. Tvær íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandinu milli svifryksmengunar og notkunar astma- og hjartalyfja. Rannsóknirnar sýndu fram á aukningu í úttektum lyfja nokkrum dögum eftir að loftmengun vegna svifryks og brennisteinsvetnis jókst.

Svifryksmengun fer helst yfir heilsuverndarmörk þá daga sem loft er þurrt og stillt, einkum kalda vetrardaga. Þá getur mengunin safnast upp þar sem lítil hreyfing er á loftinu. Mengunin er mest við stórar umferðaræðar og nálægt verksmiðjum, en mælistöðvar eru einmitt staðsettar meðal annars við Hringbraut og Grensásveg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lýðheilsa

Íslenskir „Olíuvinir“ í keðju umdeilds fyrirtækis
FréttirLýðheilsa

Ís­lensk­ir „Olíu­vin­ir“ í keðju um­deilds fyr­ir­tæk­is

Yf­ir 800 manns eru í sölu­keðju Young Li­ving ilm­kjarna­ol­íu á Ís­landi. Fyr­ir­tæk­ið sæt­ir hóp­mál­sókn í Banda­ríkj­un­um fyr­ir pýra­mída­s­vindl og sögðu sölu­menn vör­urn­ar geta lækn­að Ebóla-smit. Ís­lensk­ar kon­ur sem dreifa vör­un­um segja tengslamark­aðs­setn­ingu nauð­syn­lega til að kenna fólki um virkni ilm­kjarna­ol­íu.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár