Tveir af fyrrverandi eigendum útgerðar Sjólaskipa í Afríku, Berglind Björk Jónsdóttir og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, fluttu tæplega 2,5 milljarða eignir sínar frá skattaskjólinu Tortólu til Lúxemborgar árið 2009. Systurnar áttu þessar eignir í félögum á Tortólu, Auroru Continental Limited og Stenton Consulting, eftir að hafa selt útgerð í Afríku til Samherja árið 2007 fyrir um 16 milljarða króna. Þetta kemur fram í gögnum frá fyrirtækjaskránni í Lúxemborg.
Þær systur fluttu eignir sínar á Tortólu til Lúxemborgar með því að færa eignarhaldsfélög sín úr skattaskjólinu og til Lúxemborgar en lög þar í landi heimila slíkan flutning á félögum í skattaskjólum.
„Þetta er bara mitt mál.“
Neita að ræða viðskiptin
Bræður þeirra, Guðmundur Jónsson og Haraldur Jónsson, áttu einnig hluti í útgerðinni sem þeir seldu, en þeir virðast ekki hafa flutt eignir sínar til Lúxemborgar með svipuðum hætti og systur þeirra. Báðar systurnar létu svo félög sín í Lúxemborg …
Athugasemdir