Margar leiðir hafa verið nýttar til að koma nikótíni inn í líkamann, án þess að það gerist með bruna á tóbaki. Má þar nefna tyggjó og plástra en auk þess hafa aðrar leiðir verið prófaðar. Sú nýjasta er sennilega rafrettur, eða það sem yfirleitt er kallað veip í daglegu tali.
Þótt tyggjó og plástrar hafi virkað vel sem nikótínstaðgengill þá upplifir reykingafólk oft þörf til að hafa eitthvað á milli handanna, í bókstaflegum skilningi, meðan það tekur þátt í félagslegum viðburðum.
Rafrettur eða veip
Rafrettur taka ekki einungis á níkótínþörf þeirra sem það nota heldur hefur það einnig áhrif á félagslegu hlið reykinganna. Það getur nefnilega verið mjög erfitt að losna undan þeim vana sem fylgir því að reykja, standa með ákveðnum hópi fólks og taka þátt í umræðum dagsins.
Veipið er tiltölulega nýtilkomið og upphaflega var það einungis hugsað sem hjálpartæki fyrir þá sem hugðust hætta reykingum. Við fyrstu …
Athugasemdir