Örplast er skilgreint sem plast sem er minna en 5 mm í þvermál. Það er að finna í ýmsum vörum sem við nýtum okkur dagsdaglega, til dæmis í sumum snyrtivörum, svo sem hreinsikremum og tannkremum. Auk þess er ýmis fatnaður gerður úr plastefnum. Þegar slíkur fatnaður er þveginn í þvottavél losnar örplast úr fatnaðinum og á þaðan greiða leið út í hafið, líkt og rannsókn frá árinu 2017 sýndi fram á.
Örplast staðfest í djúpsjávardýrum
Hversu mikill örplastvandinn er í raun og veru kemur líklega einna skýrast fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í síðustu viku. Í grein sem birt var í tímaritinu Royal Society Open Science af vísindamönnum við Newcastle-háskóla er fjallað um það að örplast er að finna í lífverum sem eiga heimkynni sín á dýpstu svæðum hafsins.
Athugasemdir