Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meirihluti styður verkfallsaðgerðir

Skoð­ana­könn­un sýn­ir stuðn­ing við verk­föll VR, Efl­ing­ar, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Verka­lýðs­fé­lags Grinda­vík­ur.

Meirihluti styður verkfallsaðgerðir

Tæp 56 prósent aðspurðra segjast vera mjög eða frekar sammála fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Tæpur þriðjungur aðspurðra er andvígur.

Þetta kemur fram í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið sem framkvæmd var 28. febrúar og 1. mars. Alls svaraði 1.441 úr könnunarhópnum, allt fólk eldra en 18 ára, og voru svörin viktuð eftir aldri, kyni og búsetu.

Félögin fjögur hafa tilkynnt um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir eftir að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins sigldu í strand fyrir skemmstu. „Ég átti allt eins von á verri niðurstöðu miðað við hve hörð og óvægin orðræðan hefur verið og framsetningin á tillögum okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um niðurstöður könnunarinnar.

Minnstur stuðningur við verkföllin er hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, en aðeins um fimmtungur þeirra styður aðgerðirnar. Næstminnstur stuðningur er hjá Framsóknar- og Viðreisnarfólki, en um 60 prósent kjósenda Vinstri grænna styðja aðgerðirnar. Hjá þeim sem kjósa Flokk fólksins, Samfylkinguna eða Pírata mælist stuðningurinn 70-80 prósent.

„Miðað við hvað kjaramál hafa fengið mikið pláss í umræðunni að undanförnu kemur mér á óvart að það sé ekki meiri stuðningur við verkföll en þarna birtist. Sér í lagi þar sem flestir gera ráð fyrir að það séu einhverjir aðrir en þeir sjálfir sem fari í verkföll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, um könnunina. „Verkföll í kólnandi hagkerfi, loðnubresti og þegar flugfélögin eru í kröppum dansi er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár