Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrirtæki Guðmundar og systkina fær 674 milljóna arð úr HB Granda

„Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ver­ið að minnka á síð­ustu ár­um vegna styrk­ing­ar ís­lenskr­ar krónu og hærri veiði­gjalda,“ seg­ir Guð­mund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda.

Fyrirtæki Guðmundar og systkina fær 674 milljóna arð úr HB Granda

Hluthafar í HB Granda fá greiddan 1,8 milljarða arð vegna rekstrarársins 2018 þann 30. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í ársreikningi HB Granda sem birtist í gær.

Af þessum tæplega 2 milljörðum munu 674 milljónir renna til Útgerðarfélags Reykjavíkur sem áður hét Brim. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er 75 prósenta eigandi félagsins en systkini hans, Sigurrós Kristjánsdóttir og Hjálmar Þór Kristjánsson eiga hvort um sig 12,5 prósenta hlut á móti honum. Aðrir stórir hluthafar í HB Granda eru lífeyrissjóðir, einkum Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóður.

Hagnaður af rekstri samstæðunnar nam 32,2 milljónum evra samkvæmt rekstrarreikningi, eða um 4,4 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist HB Grandi um 24,8 milljónir evra árið 2017. Eignir samstæðunnar í árslok námu 667  milljónum evra eða um 91 milljarði króna. 

„Rekstrarafkoma HB Granda var ekki ásættanleg á árinu 2018. Hagnaður fyrirtækisins hefur verið að minnka á síðustu árum vegna styrkingar íslenskrar krónu og hærri veiðigjalda,“ er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni í tilkynningu frá HB Granda. „Á seinni hluta ársins 2018 veiktist íslenska krónan og það styrkir útflutningsfyrirtæki. Árið 1992 fjárfesti HB Grandi í sjávarútvegsfyrirtæki í Síle. Þetta fyrirtæki seldi laxeldisfyrirtæki sitt á síðasta ári og fékk HB Grandi töluverðan hagnað af þeirri sölu og skýrir það að hluta góða afkomu á síðasta ársfjórðungi 2018.“

Guðmundur, stærsti eigandi HB Granda, var að meðaltali með 2,7 milljóna króna tekjur á mánuði árið 2017 samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Árið 2016 fékk hann meira en milljarð í fjármagnstekjur.

HB Grandi er það útgerðarfyrirtæki sem ræður yfir mestum aflahlutdeildum á Íslandi, en síðasta sumar tók Guðmundur við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Umsvif hans í íslenskum sjávarútvegi eru þannig gríðarleg.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum Fiskistofu um aflahlutdeildir útgerða réð Brim, sem nú heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur, yfir 3,71 prósentum aflaheimilda á Íslandi og Ögurvík, dótturfélag Brims, yfir 1,62 prósentum. HB Grandi, í 37 prósenta eigu Brims, fer með 10,4 prósent aflaheimilda og Vinnslustöðin, sem Brim á um 33 prósent hlut í, fer með 4,11 prósent. Samtals eru þetta um 20 prósent heildarkvótans í sjávarútvegi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár