Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrirtæki Guðmundar og systkina fær 674 milljóna arð úr HB Granda

„Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ver­ið að minnka á síð­ustu ár­um vegna styrk­ing­ar ís­lenskr­ar krónu og hærri veiði­gjalda,“ seg­ir Guð­mund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda.

Fyrirtæki Guðmundar og systkina fær 674 milljóna arð úr HB Granda

Hluthafar í HB Granda fá greiddan 1,8 milljarða arð vegna rekstrarársins 2018 þann 30. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í ársreikningi HB Granda sem birtist í gær.

Af þessum tæplega 2 milljörðum munu 674 milljónir renna til Útgerðarfélags Reykjavíkur sem áður hét Brim. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er 75 prósenta eigandi félagsins en systkini hans, Sigurrós Kristjánsdóttir og Hjálmar Þór Kristjánsson eiga hvort um sig 12,5 prósenta hlut á móti honum. Aðrir stórir hluthafar í HB Granda eru lífeyrissjóðir, einkum Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóður.

Hagnaður af rekstri samstæðunnar nam 32,2 milljónum evra samkvæmt rekstrarreikningi, eða um 4,4 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist HB Grandi um 24,8 milljónir evra árið 2017. Eignir samstæðunnar í árslok námu 667  milljónum evra eða um 91 milljarði króna. 

„Rekstrarafkoma HB Granda var ekki ásættanleg á árinu 2018. Hagnaður fyrirtækisins hefur verið að minnka á síðustu árum vegna styrkingar íslenskrar krónu og hærri veiðigjalda,“ er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni í tilkynningu frá HB Granda. „Á seinni hluta ársins 2018 veiktist íslenska krónan og það styrkir útflutningsfyrirtæki. Árið 1992 fjárfesti HB Grandi í sjávarútvegsfyrirtæki í Síle. Þetta fyrirtæki seldi laxeldisfyrirtæki sitt á síðasta ári og fékk HB Grandi töluverðan hagnað af þeirri sölu og skýrir það að hluta góða afkomu á síðasta ársfjórðungi 2018.“

Guðmundur, stærsti eigandi HB Granda, var að meðaltali með 2,7 milljóna króna tekjur á mánuði árið 2017 samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Árið 2016 fékk hann meira en milljarð í fjármagnstekjur.

HB Grandi er það útgerðarfyrirtæki sem ræður yfir mestum aflahlutdeildum á Íslandi, en síðasta sumar tók Guðmundur við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Umsvif hans í íslenskum sjávarútvegi eru þannig gríðarleg.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum Fiskistofu um aflahlutdeildir útgerða réð Brim, sem nú heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur, yfir 3,71 prósentum aflaheimilda á Íslandi og Ögurvík, dótturfélag Brims, yfir 1,62 prósentum. HB Grandi, í 37 prósenta eigu Brims, fer með 10,4 prósent aflaheimilda og Vinnslustöðin, sem Brim á um 33 prósent hlut í, fer með 4,11 prósent. Samtals eru þetta um 20 prósent heildarkvótans í sjávarútvegi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár