Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja beita persónuafslættinum gegn innistæðulausum launahækkunum

Sér­fræð­inga­hóp­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar tel­ur að breytt við­mið per­sónu­afslátt­ar geti skap­að „bein­an hvata fyr­ir launa­fólk og verka­lýðs­hreyf­ing­ar til að sam­þykkja að­gerð­ir sem auka fram­leiðni vinnu­afls“. Með því að láta skatt­leys­is­mörk og tekju­mörk efra skatt­þreps fylgja sam­tölu vísi­tölu neyslu­verðs og fram­leiðniaukn­ing­ar megi varð­veita tekju­jöfn­un­ar­eig­in­leika skatt­kerf­is­ins án þess að skerða hag­stjórn­aráhrif þess.

Vilja beita persónuafslættinum gegn innistæðulausum launahækkunum
Axel Hall formaður sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa. Mynd: Háskóli Íslands

Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa telur að hægt sé að nota persónuafsláttinn sem tæki til að sporna gegn því að samið sé um meiri launahækkanir á vinnumarkaði en innistæða er fyrir. 

Hópurinn leggur til að skattleysismörk og tekjumörk efra skattþreps fylgi þróun samanlagðra breytinga á vísitölu neysluverðs og þróun framleiðni. „Slík tenging tryggir að tekjujöfnunareiginleikar skattkerfis haldist yfir tíma án þess að skerða hagstjórnaráhrif þess,“ segir í skýrslunni, Endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa, sem Axel Hall, formaður nefndarinnar, kynnti á mánudag.

Að mati nefndarinnar mun breyting í þessum anda jafnframt skapa „beinan hvata fyrir launafólk og verkalýðshreyfingar til að samþykkja aðgerðir sem auka framleiðni vinnuafls“. 

Sveiflujöfnunarhlutverki viðhaldið
án skerðingar á tekjujöfnunaráhrifum

Skýrsluhöfundar benda á að nafnlaun á Íslandi hafi oft hækkað töluvert umfram samtölu hækkunar verðlags og framleiðni.

„Miklar hækkanir launa geta stafað af ójafnvægi í hagkerfinu, til dæmis vegna umframeftirspurnar eftir vinnuafli eða verkfalla lykilstétta. Það væri því óheppileg ráðstöfun að taka hina virku hagstjórn úr sambandi eins og upptaka tengingar við laun hefði í för með sér en um leið verður að hafa í huga að núverandi fyrirkomulag án reglulegrar uppfærslu skattleysismarka dregur smám saman úr jöfnunareiginleika skattkerfisins.“

Lausn sérfræðingahópsins er sú að miða við þróun neysluverðsvísitölu og framleiðni. Þannig megi slá tvær flugur í einu höggi, bæði viðhalda sveiflujöfnunaráhrifum kerfisins og koma í veg fyrir að tekjujöfnunaráhrifin skerðist. „Aukning kaupmáttar yfir tíma mun þá ekki auka skattbyrði ef hún er í samræmi við vöxt framleiðni.“

Að mati nefndarinnar mun nýja kerfið við ákvörðun persónuafsláttar verða til þess að þegar laun þróast í samræmi við það sem hagkerfið getur staðið undir muni skattbyrðin haldast óbreytt. Þegar laun hækka hins vegar meira en sem nemur samtölu hlutfallslegrar hækkunar verðlags og framleiðni þá aukist skattbyrðin vegna þess að tekjumörkin breytast ekki jafn mikið og laun. „Eiginleikum virkrar hagstjórnar verður þannig viðhaldið um leið og raunskattskriðið verður gert kostnaðarsamara fyrir launafólk en ef viðmiðunarfjárhæðir miðuðust við launaþróun.“

Nýir hvatar fyrir launafólk

Þetta kerfi mun hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðsumhverfið á Íslandi „með tilkomu nýrra hvata fyrir launafólk“: „Í fyrsta lagi ætti það að stuðla að því að ekki yrði samið um meiri kauphækkanir en þróun framleiðni gefur tilefni til. Í öðru lagi ætti það að hafa í för með sér hvata fyrir starfsfólk og verkalýðsfélög til að auka framleiðni í fyrirtækjum. Í þriðja lagi verður að taka tillit til breytinga viðskiptakjara.“

Fram kemur að vinnumarkaðurinn á Íslandi hafi löngum einkennst af vantrausti milli aðila. Eitt verkalýðsfélag geti ekki treyst því að það næsta geri kröfur í samræmi við þróun framleiðni og þannig hafi hvert og eitt hvata til að ganga sem lengst í kröfum sínum, án tillits til heildarhagsmuna og þanþols hagkerfisins.

„Þannig felur kerfið í sér aukna hvata til að framleiðni þjóni sem viðmið í kjarasamningum“

„Breyting á tengingu tekjumarka við samtölu verðbólgu og framleiðnivaxtar getur aukið líkurnar á því að verkalýðshreyfingin gefi launakröfum í samræmi við framleiðni meira vægi. Ástæðan er sú að ef eitt félag setur fram kröfu um miklar launahækkanir, þ.e.a.s. hækkanir sem eru meiri en samtala verðbólgu og framleiðnivaxtar, þá eykst sjálfkrafa skattbyrði félagsmanna þess. Skattbyrði félags sem gerir kröfur í samræmi við þróun viðmiðunarfjárhæða helst hins vegar lægri. Þannig felur kerfið í sér aukna hvata til að framleiðni þjóni sem viðmið í kjarasamningum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár