Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja beita persónuafslættinum gegn innistæðulausum launahækkunum

Sér­fræð­inga­hóp­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar tel­ur að breytt við­mið per­sónu­afslátt­ar geti skap­að „bein­an hvata fyr­ir launa­fólk og verka­lýðs­hreyf­ing­ar til að sam­þykkja að­gerð­ir sem auka fram­leiðni vinnu­afls“. Með því að láta skatt­leys­is­mörk og tekju­mörk efra skatt­þreps fylgja sam­tölu vísi­tölu neyslu­verðs og fram­leiðniaukn­ing­ar megi varð­veita tekju­jöfn­un­ar­eig­in­leika skatt­kerf­is­ins án þess að skerða hag­stjórn­aráhrif þess.

Vilja beita persónuafslættinum gegn innistæðulausum launahækkunum
Axel Hall formaður sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa. Mynd: Háskóli Íslands

Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa telur að hægt sé að nota persónuafsláttinn sem tæki til að sporna gegn því að samið sé um meiri launahækkanir á vinnumarkaði en innistæða er fyrir. 

Hópurinn leggur til að skattleysismörk og tekjumörk efra skattþreps fylgi þróun samanlagðra breytinga á vísitölu neysluverðs og þróun framleiðni. „Slík tenging tryggir að tekjujöfnunareiginleikar skattkerfis haldist yfir tíma án þess að skerða hagstjórnaráhrif þess,“ segir í skýrslunni, Endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa, sem Axel Hall, formaður nefndarinnar, kynnti á mánudag.

Að mati nefndarinnar mun breyting í þessum anda jafnframt skapa „beinan hvata fyrir launafólk og verkalýðshreyfingar til að samþykkja aðgerðir sem auka framleiðni vinnuafls“. 

Sveiflujöfnunarhlutverki viðhaldið
án skerðingar á tekjujöfnunaráhrifum

Skýrsluhöfundar benda á að nafnlaun á Íslandi hafi oft hækkað töluvert umfram samtölu hækkunar verðlags og framleiðni.

„Miklar hækkanir launa geta stafað af ójafnvægi í hagkerfinu, til dæmis vegna umframeftirspurnar eftir vinnuafli eða verkfalla lykilstétta. Það væri því óheppileg ráðstöfun að taka hina virku hagstjórn úr sambandi eins og upptaka tengingar við laun hefði í för með sér en um leið verður að hafa í huga að núverandi fyrirkomulag án reglulegrar uppfærslu skattleysismarka dregur smám saman úr jöfnunareiginleika skattkerfisins.“

Lausn sérfræðingahópsins er sú að miða við þróun neysluverðsvísitölu og framleiðni. Þannig megi slá tvær flugur í einu höggi, bæði viðhalda sveiflujöfnunaráhrifum kerfisins og koma í veg fyrir að tekjujöfnunaráhrifin skerðist. „Aukning kaupmáttar yfir tíma mun þá ekki auka skattbyrði ef hún er í samræmi við vöxt framleiðni.“

Að mati nefndarinnar mun nýja kerfið við ákvörðun persónuafsláttar verða til þess að þegar laun þróast í samræmi við það sem hagkerfið getur staðið undir muni skattbyrðin haldast óbreytt. Þegar laun hækka hins vegar meira en sem nemur samtölu hlutfallslegrar hækkunar verðlags og framleiðni þá aukist skattbyrðin vegna þess að tekjumörkin breytast ekki jafn mikið og laun. „Eiginleikum virkrar hagstjórnar verður þannig viðhaldið um leið og raunskattskriðið verður gert kostnaðarsamara fyrir launafólk en ef viðmiðunarfjárhæðir miðuðust við launaþróun.“

Nýir hvatar fyrir launafólk

Þetta kerfi mun hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðsumhverfið á Íslandi „með tilkomu nýrra hvata fyrir launafólk“: „Í fyrsta lagi ætti það að stuðla að því að ekki yrði samið um meiri kauphækkanir en þróun framleiðni gefur tilefni til. Í öðru lagi ætti það að hafa í för með sér hvata fyrir starfsfólk og verkalýðsfélög til að auka framleiðni í fyrirtækjum. Í þriðja lagi verður að taka tillit til breytinga viðskiptakjara.“

Fram kemur að vinnumarkaðurinn á Íslandi hafi löngum einkennst af vantrausti milli aðila. Eitt verkalýðsfélag geti ekki treyst því að það næsta geri kröfur í samræmi við þróun framleiðni og þannig hafi hvert og eitt hvata til að ganga sem lengst í kröfum sínum, án tillits til heildarhagsmuna og þanþols hagkerfisins.

„Þannig felur kerfið í sér aukna hvata til að framleiðni þjóni sem viðmið í kjarasamningum“

„Breyting á tengingu tekjumarka við samtölu verðbólgu og framleiðnivaxtar getur aukið líkurnar á því að verkalýðshreyfingin gefi launakröfum í samræmi við framleiðni meira vægi. Ástæðan er sú að ef eitt félag setur fram kröfu um miklar launahækkanir, þ.e.a.s. hækkanir sem eru meiri en samtala verðbólgu og framleiðnivaxtar, þá eykst sjálfkrafa skattbyrði félagsmanna þess. Skattbyrði félags sem gerir kröfur í samræmi við þróun viðmiðunarfjárhæða helst hins vegar lægri. Þannig felur kerfið í sér aukna hvata til að framleiðni þjóni sem viðmið í kjarasamningum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár