Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur mætti ekki á nefndarfund og skilaði engu áliti um frumvarpið

Mið­flokks­menn lögð­ust í mál­þóf gegn af­l­andskrónu­frum­varpi fjár­mála­ráð­herra, en Sig­mund­ur sýndi mál­inu lít­inn áhuga þeg­ar það var til um­fjöll­un­ar í efna­hags- og við­skipta­nefnd.

Sigmundur mætti ekki á nefndarfund og skilaði engu áliti um frumvarpið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fulltrúi flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, mætti ekki á fund nefndarinnar þann 31. janúar þegar aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var kynnt og embættismenn fjármálaráðuneytisins svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess og tilgang. 

Sigmundur var einnig fjarverandi þegar frumvarpið var afgreitt úr nefndinni í síðustu viku og skilaði sjálfur engu minnihlutaáliti né lagði fram breytingartillögu.

Þingmenn Miðflokksins, með Sigmund í broddi fylkingar, lögðust í málþóf til að tefja afgreiðslu frumvarpsins í gær og töluðu nær sleitulaust í 14 klukkustundir. Þingfundi var ekki slitið fyrr en kl. 5:20 í morgun.

Seðlabankinn hafði hvatt þingheim til að samþykkja aflandskrónufrumvarpið áður en gjalddagi tiltekins flokks ríkisskuldabréfa rynni upp, sem var í gær, og sagt að ellegar væri hætta á að stórir aflandskrónueigendur leituðu út með fjármagn sitt í stað þess að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Fyrir vikið þyrfti Seðlabankinn að eyða mun meiri forða en áður til að koma í veg fyrir gengisfall krónunnar auk þess sem framboð erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði myndi dragast umtalsvert saman.

Frumvarpið er liður í aðgerðum stjórnvalda til að afnema fjármagnshöftin sem sett voru á í kjölfar falls íslensku bankanna árið 2008. Annars vegar er lagt til að við lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, bætist bráðabirgðaákvæði sem kveði á um þrenns konar heimildir til að losa svokallaðar aflandskrónueignir. Hins vegar eru lagðar til breytingar á ákvæði til bráðabirgða III í lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, sem varðar reglur um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. „Miða breytingarnar að því að auka sveigjanleika á formi slíkrar bindingar, m.a. með því að heimila að bindingarskylda, sem hingað til hefur eingöngu verið mögulegt að uppfylla með innlögn á bundinn reikning, verði uppfyllt með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans, sbr. 3. gr. frumvarpsins,“ segir í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um málið. „Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að fjárfestar eða fjármálafyrirtæki sem uppfyllt hafa bindingarskyldu á grundvelli núgildandi laga og eiga fjármuni á bundnum reikningum geti í kjölfar gildistöku frumvarpsins breytt fyrirkomulagi bindingar til samræmis við nýjar útfærslur.“ 

Í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar voru lagðar til smávægilegar breytingar og lagt til að frumvarpið yrði samþykkt. Allir nefndarmenn samþykktu álitið að undanskildum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem var fjarverandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu