Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sigmundur mætti ekki á nefndarfund og skilaði engu áliti um frumvarpið

Mið­flokks­menn lögð­ust í mál­þóf gegn af­l­andskrónu­frum­varpi fjár­mála­ráð­herra, en Sig­mund­ur sýndi mál­inu lít­inn áhuga þeg­ar það var til um­fjöll­un­ar í efna­hags- og við­skipta­nefnd.

Sigmundur mætti ekki á nefndarfund og skilaði engu áliti um frumvarpið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fulltrúi flokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, mætti ekki á fund nefndarinnar þann 31. janúar þegar aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var kynnt og embættismenn fjármálaráðuneytisins svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess og tilgang. 

Sigmundur var einnig fjarverandi þegar frumvarpið var afgreitt úr nefndinni í síðustu viku og skilaði sjálfur engu minnihlutaáliti né lagði fram breytingartillögu.

Þingmenn Miðflokksins, með Sigmund í broddi fylkingar, lögðust í málþóf til að tefja afgreiðslu frumvarpsins í gær og töluðu nær sleitulaust í 14 klukkustundir. Þingfundi var ekki slitið fyrr en kl. 5:20 í morgun.

Seðlabankinn hafði hvatt þingheim til að samþykkja aflandskrónufrumvarpið áður en gjalddagi tiltekins flokks ríkisskuldabréfa rynni upp, sem var í gær, og sagt að ellegar væri hætta á að stórir aflandskrónueigendur leituðu út með fjármagn sitt í stað þess að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum. Fyrir vikið þyrfti Seðlabankinn að eyða mun meiri forða en áður til að koma í veg fyrir gengisfall krónunnar auk þess sem framboð erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði myndi dragast umtalsvert saman.

Frumvarpið er liður í aðgerðum stjórnvalda til að afnema fjármagnshöftin sem sett voru á í kjölfar falls íslensku bankanna árið 2008. Annars vegar er lagt til að við lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, bætist bráðabirgðaákvæði sem kveði á um þrenns konar heimildir til að losa svokallaðar aflandskrónueignir. Hins vegar eru lagðar til breytingar á ákvæði til bráðabirgða III í lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, sem varðar reglur um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris. „Miða breytingarnar að því að auka sveigjanleika á formi slíkrar bindingar, m.a. með því að heimila að bindingarskylda, sem hingað til hefur eingöngu verið mögulegt að uppfylla með innlögn á bundinn reikning, verði uppfyllt með endurhverfum viðskiptum með innstæðubréf Seðlabankans, sbr. 3. gr. frumvarpsins,“ segir í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um málið. „Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að gert sé ráð fyrir að fjárfestar eða fjármálafyrirtæki sem uppfyllt hafa bindingarskyldu á grundvelli núgildandi laga og eiga fjármuni á bundnum reikningum geti í kjölfar gildistöku frumvarpsins breytt fyrirkomulagi bindingar til samræmis við nýjar útfærslur.“ 

Í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar voru lagðar til smávægilegar breytingar og lagt til að frumvarpið yrði samþykkt. Allir nefndarmenn samþykktu álitið að undanskildum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem var fjarverandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár