Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Smári spurði um hagsmuni Miðflokksmanna – Sigmundur segir hann ljúga og fara með meiðyrði

Harka­leg orða­skipti á Al­þingi: Smári McCart­hy velti fyr­ir sér hvaða hags­muna Mið­flokk­ur­inn og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son væru að verja með mál­þófi við af­greiðslu á áríð­andi frum­varpi um af­l­andskrón­ur.

Smári spurði um hagsmuni Miðflokksmanna – Sigmundur segir hann ljúga og fara með meiðyrði
Hvöss orðaskipti Mynd: Pressphotos.biz - (Geirix)

Þingmenn Miðflokksins hafa staðið fyrir málþófi gegn aflandskrónufrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra síðan kl. 16 í dag, en engir aðrir þingmenn hafa tekið til máls á þingfundi síðan þá.

Seðlabankinn hafði hvatt þingheim til að afgreiða frumvarpið áður en gjalddagi tiltekins flokks ríkisskuldabréfa rynni upp, sem var í dag 26. febrúar. Telur Seðlabankinn hætt við að stórir aflandskrónueigendur sem taldir hafa verið líklegir til að endurfjárfesta í íslenskum skuldabréfum leiti út með peninga sína. Fyrir vikið muni Seðlabankinn þurfa að eyða mun meiri forða en áður til að koma í veg fyrir gengisfall krónunnar auk þess sem draga muni meira úr framboði erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði en áður var reiknað með.

Í frumvarpi Bjarna Benediktssonar eru lagðar til breytingar á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum sem miða að því að rýmka verulega undanþágur frá takmörkunum á ráðstöfunarrétti þeirra eigna sem falla undir lögin. Lagt er til að  heimildum til úttekta af reikningum sem háðir eru sérstökum takmörkunum samkvæmt lögunum verði breytt þannig að öllum aflandskrónueigendum verði gefið færi á að losa aflandskrónueignir sínar. Þá er lagt til að heimilt verði að uppfylla bindingarskyldu með endurhverfum viðskiptum við Seðlabanka Íslands.

Í harða brýnu sló milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Smára McCarthy, þingmanns Pírata, í upphafi umræðunnar í dag.

Smári ýjaði að því að Miðflokkurinn hyggði á málþóf við afgreiðslu frumvarpsins. Spurði Smári hvort Sigmundur ætti hagsmuna að gæta að því að vinna gegn málinu og ef svo væri ekki, hvaða hagsmuni Miðflokkurinn væri að reka með því að reyna að  kæfa málið með málþófi. Sigmundur brást hinn versti við, sagði framgöngu Pírata ógeðfellda og að Smári bæði lygi og gerðist sekur um meiðyrði.

Umræða stendur enn yfir um frumvarpið sem sagt er eitt af lokaskrefum þess að afnema fjármagnshöft sem sett voru eftir hrunið. Benti Smári á að mikilvægt væri að afgreiða frumvarpið í dag því að sá ríkisskuldabréfaflokkur sem er undir væri að renna út á tíma. Hann benti á að mælendaskrá bæri með sér að Miðflokkurinn hyggðist tefja málið með málþófi og spurði hvort Sigmundur Davíð hefði persónulega hagsmuni af því. 

„Það muna sjálfsagt flestir eftir því að sá maður sem talaði mest um hrægammana hér um árið reyndist vera einn þeirra sjálfur“

Sigmundur Davíð kom í pontu eftir þetta, þungur á brún. „Því virðast fá takmörk sett hversu framganga Pírata getur orðið ógeðfelld á þessu Alþingi. Ég held að það sé orðið löngu tímabært að siðanefnd fari að fjalla um Pírata og hvernig þeir starfa, ekki bara eineltiskúltúrinn innan þeirra raða heldur líka framkomu þeirra við aðra þingmenn,“ sagði Sigmundur og bætti við að þær forsendur sem Smári gæfi sér væru fráleitar og rökleysa. „Ég hef engra hagsmuna að gæta hjá vogunarsjóðum eins og háttvirtur þingmaður á að geta gert sér grein fyrir en ég ítreka það, mér finnst framganga Pírata hér á Alþingi undanfarnar vikur, undanfarna mánuði og reyndar kannski dálítið mörg ár vera fyrir neðan allar hellur.“

Smári kom þá í ræðustól að nýju og sagði spurningu sína réttmæta, með vísan til Panamaskjalanna, upplýsinga um eignarhald Sigmundar Davíðs á félaginu Wintris og tengslum þess félags við meðferð á aflandskrónum. „Það muna sjálfsagt flestir eftir því að sá maður sem talaði mest um hrægammana hér um árið reyndist vera einn þeirra sjálfur,“ sagði Smári og bætti því við að það væri eðlilegt og ekki eineltistilburðir að spyrja spurninga þegar þessar upplýsingar væru til staðar.

Sigmundur varð aftur til svars, og sínu reiðara nú en áður. „Þingmaðurinn sem talaði hér á undan mér gerðist sekur um meiðyrði. Hann laug og lagði sig fram við það að reyna að stimpla inn ógeðfellda mynd sem að hann, því miður og alltof margir félagar hans, hafa á undanförnum árum reynt að viðhalda og koma inn hjá fólki. Ég hef aldrei haft nein tengsl við nokkra hrægammasjóði og það hafa engir ættingjar mínr gert heldur,“ sagði Sigmundur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár