Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tveir hrakist úr starfi vegna orðræðu borgarfulltrúa

Starfs­menn og stjórn­end­ur sem eru full­trú­ar 70 starfs­manna hafa leit­að til mannauðs­þjón­ustu borg­ar­inn­ar vegna meið­andi og sær­andi um­mæla og orð­ræðu borg­ar­full­trúa.

Tveir hrakist úr starfi vegna orðræðu borgarfulltrúa
Óvægin orðræða Starfsmenn borgarinnar lýsa vanlíðan í starfi vegna samskipta við kjörna fulltrúa. Mynd: Davíð Þór

Tveir starfsmenn hjá Reykjavíkurborg hafa hætt síðan síðasta vor og fjöldi starfsmanna og stjórnenda kvartað vegna meiðandi og særandi orðræðu borgarfulltrúa.

Þetta kemur fram í svari starfsmannastjóra í ráðhúsinu við fyrirspurn RÚV. „Starfsmenn hafa lýst vanlíðan vegna þessa starfsumhverfis og hafa jafnframt upplifað kvíða bæði við að mæta til starfa og skila af sér verkefnum,“ segir Ragnhildur. Þeim hafi fundist að gert hafi verið lítið úr störfum þeirra, hæðst hafi verið að verkefnum sem þeir sinni og þeir jafnvel vændir um óheiðarleika.

Fagaðilar hafa komið að málinu og erindi hafa verið send á forsætisnefnd vegna málsins. „Í sumum tilfellum hefur verið erfitt að fá fólk til starfa vegna þessa starfsumhverfis,“ segir Ragnhildur.

Stefán Eiríksson borgarritari birti í gær afar harðort bréf á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar sem gríðarlegur fjöldi fólks hefur aðgang að. Þar gagnrýndi hann framgöngu „fáeinna“ borgarfulltrúa undanfarna mánuði og sagði þá hafa „ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra.“ Hvatti Stefán starfsfólk borgarinnar til að standa saman því það væri „ekki í boði að bregðast ekki við þegar slíkar ómaklegar og óheiðarlegar árásir eru gerðar á starfsfólk Reykjavíkurborgar.“

Ætla má að með orðum sínum sé Stefán meðal annars að vísa til Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en deilur stóðu síðasta sumar milli Mörtu og Helgu Bjarkar Laxdal, skrifstofustjóra borgarstjórnar eftir að Marta sakaði starfsfólk borgarinnar um trúnaðarbrest.

Þá kvartaði Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, í bréfi til forsætisnefndar í ágúst síðastliðnum, undan því að borgarfulltrúar hefðu farið fram með rangfærslur í umræðum á samfélagsmiðlum um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem felldi úr gildi áminningu sem Helga Björg veitti undirmanni sínum. Ekki er ólíklegt að þar hafi Helga Björg, sem þó nefndi engin nöfn í bréfi sínu, verið að vísa til Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Stefán Eiríksson sendi þannig Vigdísi tölvupóst 10. ágúst vegna færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni vegna dómsins. Þar gagnrýndi Stefán Vigdísi harðlega fyrir að hafa farið fram með rangfærslur og brotið trúnað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár