Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tveir hrakist úr starfi vegna orðræðu borgarfulltrúa

Starfs­menn og stjórn­end­ur sem eru full­trú­ar 70 starfs­manna hafa leit­að til mannauðs­þjón­ustu borg­ar­inn­ar vegna meið­andi og sær­andi um­mæla og orð­ræðu borg­ar­full­trúa.

Tveir hrakist úr starfi vegna orðræðu borgarfulltrúa
Óvægin orðræða Starfsmenn borgarinnar lýsa vanlíðan í starfi vegna samskipta við kjörna fulltrúa. Mynd: Davíð Þór

Tveir starfsmenn hjá Reykjavíkurborg hafa hætt síðan síðasta vor og fjöldi starfsmanna og stjórnenda kvartað vegna meiðandi og særandi orðræðu borgarfulltrúa.

Þetta kemur fram í svari starfsmannastjóra í ráðhúsinu við fyrirspurn RÚV. „Starfsmenn hafa lýst vanlíðan vegna þessa starfsumhverfis og hafa jafnframt upplifað kvíða bæði við að mæta til starfa og skila af sér verkefnum,“ segir Ragnhildur. Þeim hafi fundist að gert hafi verið lítið úr störfum þeirra, hæðst hafi verið að verkefnum sem þeir sinni og þeir jafnvel vændir um óheiðarleika.

Fagaðilar hafa komið að málinu og erindi hafa verið send á forsætisnefnd vegna málsins. „Í sumum tilfellum hefur verið erfitt að fá fólk til starfa vegna þessa starfsumhverfis,“ segir Ragnhildur.

Stefán Eiríksson borgarritari birti í gær afar harðort bréf á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar sem gríðarlegur fjöldi fólks hefur aðgang að. Þar gagnrýndi hann framgöngu „fáeinna“ borgarfulltrúa undanfarna mánuði og sagði þá hafa „ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra.“ Hvatti Stefán starfsfólk borgarinnar til að standa saman því það væri „ekki í boði að bregðast ekki við þegar slíkar ómaklegar og óheiðarlegar árásir eru gerðar á starfsfólk Reykjavíkurborgar.“

Ætla má að með orðum sínum sé Stefán meðal annars að vísa til Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en deilur stóðu síðasta sumar milli Mörtu og Helgu Bjarkar Laxdal, skrifstofustjóra borgarstjórnar eftir að Marta sakaði starfsfólk borgarinnar um trúnaðarbrest.

Þá kvartaði Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, í bréfi til forsætisnefndar í ágúst síðastliðnum, undan því að borgarfulltrúar hefðu farið fram með rangfærslur í umræðum á samfélagsmiðlum um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem felldi úr gildi áminningu sem Helga Björg veitti undirmanni sínum. Ekki er ólíklegt að þar hafi Helga Björg, sem þó nefndi engin nöfn í bréfi sínu, verið að vísa til Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Stefán Eiríksson sendi þannig Vigdísi tölvupóst 10. ágúst vegna færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni vegna dómsins. Þar gagnrýndi Stefán Vigdísi harðlega fyrir að hafa farið fram með rangfærslur og brotið trúnað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár