Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tveir hrakist úr starfi vegna orðræðu borgarfulltrúa

Starfs­menn og stjórn­end­ur sem eru full­trú­ar 70 starfs­manna hafa leit­að til mannauðs­þjón­ustu borg­ar­inn­ar vegna meið­andi og sær­andi um­mæla og orð­ræðu borg­ar­full­trúa.

Tveir hrakist úr starfi vegna orðræðu borgarfulltrúa
Óvægin orðræða Starfsmenn borgarinnar lýsa vanlíðan í starfi vegna samskipta við kjörna fulltrúa. Mynd: Davíð Þór

Tveir starfsmenn hjá Reykjavíkurborg hafa hætt síðan síðasta vor og fjöldi starfsmanna og stjórnenda kvartað vegna meiðandi og særandi orðræðu borgarfulltrúa.

Þetta kemur fram í svari starfsmannastjóra í ráðhúsinu við fyrirspurn RÚV. „Starfsmenn hafa lýst vanlíðan vegna þessa starfsumhverfis og hafa jafnframt upplifað kvíða bæði við að mæta til starfa og skila af sér verkefnum,“ segir Ragnhildur. Þeim hafi fundist að gert hafi verið lítið úr störfum þeirra, hæðst hafi verið að verkefnum sem þeir sinni og þeir jafnvel vændir um óheiðarleika.

Fagaðilar hafa komið að málinu og erindi hafa verið send á forsætisnefnd vegna málsins. „Í sumum tilfellum hefur verið erfitt að fá fólk til starfa vegna þessa starfsumhverfis,“ segir Ragnhildur.

Stefán Eiríksson borgarritari birti í gær afar harðort bréf á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar sem gríðarlegur fjöldi fólks hefur aðgang að. Þar gagnrýndi hann framgöngu „fáeinna“ borgarfulltrúa undanfarna mánuði og sagði þá hafa „ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra.“ Hvatti Stefán starfsfólk borgarinnar til að standa saman því það væri „ekki í boði að bregðast ekki við þegar slíkar ómaklegar og óheiðarlegar árásir eru gerðar á starfsfólk Reykjavíkurborgar.“

Ætla má að með orðum sínum sé Stefán meðal annars að vísa til Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en deilur stóðu síðasta sumar milli Mörtu og Helgu Bjarkar Laxdal, skrifstofustjóra borgarstjórnar eftir að Marta sakaði starfsfólk borgarinnar um trúnaðarbrest.

Þá kvartaði Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, í bréfi til forsætisnefndar í ágúst síðastliðnum, undan því að borgarfulltrúar hefðu farið fram með rangfærslur í umræðum á samfélagsmiðlum um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem felldi úr gildi áminningu sem Helga Björg veitti undirmanni sínum. Ekki er ólíklegt að þar hafi Helga Björg, sem þó nefndi engin nöfn í bréfi sínu, verið að vísa til Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Stefán Eiríksson sendi þannig Vigdísi tölvupóst 10. ágúst vegna færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni vegna dómsins. Þar gagnrýndi Stefán Vigdísi harðlega fyrir að hafa farið fram með rangfærslur og brotið trúnað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár