Sigríður Andersen innanríkisráðherra segir enga ástæðu til að breyta framkvæmd aldursgreininga sem fela í sér rannsóknir á tönnum ungra hælisleitenda og telur ekki nauðsynlegt að barnasálfræðingar og/eða læknar komi að ferlinu. Þá eru rannsóknirnar ekki siðferðislega ámælisverðar að mati ráðherrans, sem heldur því fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu oft í reynd eldri en þeir segjast vera og því þurfi að skera úr um aldur þeirra með vísindalegum hætti.
Þá tekur Sigríður fram að röntgenrannsóknir á tönnum geti í sjálfu sér ekki talist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari innanríkisráðherra við skriflegri fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar.
Aldursgreiningar sem byggja á líkamsrannsóknum á borð við röntgenmyndatökur af tönnum eru afar umdeildar enda eru tannlæknar ósammála um áreiðanleika og vísindalegt gildi slíkra rannsókna. Tannlæknasamtök Bretlands hafa sagt þær „óviðeigandi og ósiðlegar“ þar sem þær geti aldrei gefið nákvæmar …
Athugasemdir