Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýndarveruleiki vinnur á fælni hjá einhverfum börnum

Mörg börn með ein­hverfu upp­lifa fælni sem get­ur háð þeim í dag­legu lífi. Ný rann­sókn sýn­ir að með því að nýta sýnd­ar­veru­leika er hægt að hjálpa börn­um að vinna bug á fælni til langs tíma.

Sýndarveruleiki vinnur á fælni hjá einhverfum börnum

Sérfræðingar við Newcastle-háskóla og starfsfólk fyrirtækisins Third Eye Neuro-Tech þróuðu 360 gráðu sýndarumhverfi sem inniheldur það sem veldur fælni einstaklings. Tæknin hefur fengið heitið The Blue Room og krefst ekki notkunar á sýndarveruleikagleraugum, ólíkt mörgum öðrum sýndarveruleikalausnum.

Meðferðin gengur út á það að einstaklingur sem upplifir fælni fer í gegnum sýndarveruleikann í samvinnu við meðferðaraðila. Meðferðaraðilinn stýrir því sem á sér stað í sýndarveruleikanum í gegnum spjaldtölvu en sá sem hlýtur meðferðina hefur þó einnig stjórn á aðstæðum og getur hætt þátttöku hvenær sem er.

25% upplifa fælni

Talið er að um 25% einhverfra barna upplifi fælni af einhverjum toga. Þær geta verið margvíslegar, allt frá hræðslu við blöðrur til þess að hræðast það að ferðast með almenningssamgöngum.

Eins og gefur að skilja getur fælnin haft mikil áhrif á daglegt líf einhverfra barna sem og fjölskyldur þeirra. Þetta á sér í lagi við ef gera þarf ráðstafanir til að forðast það sem veldur fælninni. Það er því ljóst að aukin meðferðarúrræði gætu haft jákvæð áhrif á líf fjölda einhverfra einstaklinga.

Framfarir í allt að 45% tilfella

Í rannsókn á áhrifum tækninnar fengu 16 börn á aldrinum 8–14 ára meðferð í The Blue Room. Samanburðarhópur af sömu stærð fékk ekki meðferð fyrr en sex mánuðum síðar.

Meðferðin samanstóð af fjórum meðferðartímum á einni viku þar sem sýndarveruleikinn var heimsóttur og meðferðaraðili hjálpaði börnunum að vinna bug á fælninni í gegnum hann. Eftir að meðferð í gegnum The Blue Room var lokið prófuðu börnin að mæta fælninni í raunheimi ásamt foreldrum sínum.

„Tveimur vikum eftir að meðferðinni lauk gátu fjögur af þeim 16 börnum sem fóru í gegnum meðferðina mætt fælni sinni í raunveruleikanum“

Tveimur vikum eftir að meðferðinni lauk gátu fjögur af þeim 16 börnum sem fóru í gegnum meðferðina mætt fælni sinni í raunveruleikanum. Sex mánuðum síðar sýndu sex börn í heildina (38% hópsins) framfarir. Hjá einu barni versnaði fælnin.

Á meðan fylgst var með fyrri hópnum í sex mánuði versnaði fælnin hjá fimm börnum í samanburðarhópnum. Þegar þessu sex mánaða tímabili lauk fékk samanburðarhópurinn sömu meðferð. Í þeim hópi sýndu 40% barnanna framfarir eftir tvær vikur en 45% barnanna sýndu framfarir eftir sex mánuði.

Jákvæðar niðurstöður hjá fullorðnum einstaklingum

Tæknin var einnig prófuð á átta fullorðnum einhverfum einstaklingum á aldrinu 18–57. Hver einstaklingur hlaut fjórar 20 mínútna meðferðir. Eftir sex mánuði sýndu fimm af hverjum átta þátttakendum framfarir.

Niðurstöður rannsóknanna tveggja voru birtar í tveimur greinum. Annars vegar í tímaritinu Journal of Autism and Developmental Disorders og hins vegar í Autism in Adulthood.

Hugsanlegt meðferðarúrræði til framtíðar

Í rannsóknunum var meðferð veitt gegn fjölda mismunandi fælna eftir því sem við átti hjá hverjum einstaklingi fyrir sig. Meðal þeirra voru hræðsla við hunda, geitunga, býflugur, lyftur, myrkur, flug, dúkkur, blöðrur, almenningssamgöngur og skóla.

Þótt niðurstöður rannsóknarinnar lofi góðu voru þátttakendur í báðum rannsóknum fáir. Áframhaldandi rannsóknir á tækninni eru á döfinni og munu þær einbeita sér að því að skilgreina betur árangur meðferðarinnar sem og hversu lengi árangurinn varir.

Vonir standa til að með því að nýta sýndarveruleika á þennan hátt verði hægt að hjálpa einhverfum börnum sem hingað til hafa haft takmörkuð úrræði að vinna á kvíðanum sem fylgir fælni.

Ítarefni:

https://www.sciencedaily.com/releases/2019/02/190214191939.htm

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár