10 prósenta samdráttur flugsæta í sumar

Sam­drátt­ur­inn hjá WOW Air nem­ur 44 pró­sent­um. Sæt­um til og frá Banda­ríkj­un­um fækk­ar um 29 pró­sent.

10 prósenta samdráttur flugsæta í sumar

Samdráttur í framboði flugsæta hjá WOW Air í sumar nemur 44 prósentum. Alls dregst framboð á flugsætum saman um 10 prósent miðað við í fyrra samkvæmt tilkynningu frá Isavia. Flugsætum fækkar úr 7,9 milljónum á sumaráætlun 2018 í 7,1 milljón flugsæta í ár.

Tölurnar gilda fyrir tímabilið apríl til október 2019. Icelandair áformar að auka framboð flugsæta um 14 prósent. Samdrátturinn hjá WOW Air nemur 44 prósentum, en hjá öðrum flugfélögum sem fljúga um Keflavíkurflugvöll verður samtals 4 prósenta samdráttur. Wizz air eykur sætaframboð um 15% og SAS um 22%, en félög eins og EasyJet, British Airways og Norwegian fækka sætum.

Samkvæmt áætlunum flugfélaganna fækkar flugsætum til og frá Bandaríkjunum um 29% og til og frá Bretlandi um 22%. Framboð á sætum til og frá Þýskalandi eykst um 10%, auk þess sem aukning er gagnvart Noregi, Sviss og Kanada. Mest framboð verður á flugsætum til og frá Kaupmannahöfn og eykst það um 9 prósent frá því í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár