Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

10 prósenta samdráttur flugsæta í sumar

Sam­drátt­ur­inn hjá WOW Air nem­ur 44 pró­sent­um. Sæt­um til og frá Banda­ríkj­un­um fækk­ar um 29 pró­sent.

10 prósenta samdráttur flugsæta í sumar

Samdráttur í framboði flugsæta hjá WOW Air í sumar nemur 44 prósentum. Alls dregst framboð á flugsætum saman um 10 prósent miðað við í fyrra samkvæmt tilkynningu frá Isavia. Flugsætum fækkar úr 7,9 milljónum á sumaráætlun 2018 í 7,1 milljón flugsæta í ár.

Tölurnar gilda fyrir tímabilið apríl til október 2019. Icelandair áformar að auka framboð flugsæta um 14 prósent. Samdrátturinn hjá WOW Air nemur 44 prósentum, en hjá öðrum flugfélögum sem fljúga um Keflavíkurflugvöll verður samtals 4 prósenta samdráttur. Wizz air eykur sætaframboð um 15% og SAS um 22%, en félög eins og EasyJet, British Airways og Norwegian fækka sætum.

Samkvæmt áætlunum flugfélaganna fækkar flugsætum til og frá Bandaríkjunum um 29% og til og frá Bretlandi um 22%. Framboð á sætum til og frá Þýskalandi eykst um 10%, auk þess sem aukning er gagnvart Noregi, Sviss og Kanada. Mest framboð verður á flugsætum til og frá Kaupmannahöfn og eykst það um 9 prósent frá því í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár