Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

10 prósenta samdráttur flugsæta í sumar

Sam­drátt­ur­inn hjá WOW Air nem­ur 44 pró­sent­um. Sæt­um til og frá Banda­ríkj­un­um fækk­ar um 29 pró­sent.

10 prósenta samdráttur flugsæta í sumar

Samdráttur í framboði flugsæta hjá WOW Air í sumar nemur 44 prósentum. Alls dregst framboð á flugsætum saman um 10 prósent miðað við í fyrra samkvæmt tilkynningu frá Isavia. Flugsætum fækkar úr 7,9 milljónum á sumaráætlun 2018 í 7,1 milljón flugsæta í ár.

Tölurnar gilda fyrir tímabilið apríl til október 2019. Icelandair áformar að auka framboð flugsæta um 14 prósent. Samdrátturinn hjá WOW Air nemur 44 prósentum, en hjá öðrum flugfélögum sem fljúga um Keflavíkurflugvöll verður samtals 4 prósenta samdráttur. Wizz air eykur sætaframboð um 15% og SAS um 22%, en félög eins og EasyJet, British Airways og Norwegian fækka sætum.

Samkvæmt áætlunum flugfélaganna fækkar flugsætum til og frá Bandaríkjunum um 29% og til og frá Bretlandi um 22%. Framboð á sætum til og frá Þýskalandi eykst um 10%, auk þess sem aukning er gagnvart Noregi, Sviss og Kanada. Mest framboð verður á flugsætum til og frá Kaupmannahöfn og eykst það um 9 prósent frá því í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flugvallarmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár