Rannsóknin á Samherja: Sonur Þorsteins Más vildi reyna að lækka skiptahlut sjómanna í Afríku

Rann­sókn­ar­gögn­in í Sam­herja­mál­inu hafa aldrei orð­ið op­in­ber. Á grund­velli þeirra kærði Seðla­banki Ís­lands út­gerð Sam­herja til sér­staks sak­sókn­ara. Eitt af gögn­un­um í mál­inu, tölvu­póst­ur frá ár­inu 2009, sýn­ir af hverju Sam­herji vildi nota fyr­ir­tæki á Kýp­ur í við­skipt­um sín­um. Þor­steinn Már Bald­vins­son seg­ir „tölvu­póst­inn“ bara hug­mynd­ir ungs manns og að þeim hafi ekki ver­ið hrint í fram­kvæmd.

Rannsóknin á Samherja: Sonur Þorsteins Más vildi reyna að lækka skiptahlut sjómanna í Afríku
Hversu siðleg voru lögleg viðskipti Samherja? Forsvarsmenn Samherja, með Þorstein Má Baldvinsson í broddi fylkingar, sjást hér á leið í Seðlabanka íslands í lok síðasta árs. Þeir vilja að Már Guðmundsson seðlabankastjóri verði rekinn vegna málsins og hyggjast sækjast eftir bótum. Mynd: Haraldur Jónasson/Hari

„Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við gerum upp,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, þáverandi stjórnandi sjávarútvegsfyrirtækis Samherja, Kötlu Seafood, í tölvupósti til samstarfsmanna sinna hjá Samherja árið 2009 þar sem hann ræddi um af hverju Samherji ætti að stofna fisksölufyrirtæki á lágskattasvæðinu Kýpur til að halda utan um útgerðarfyrirtæki í Afríku sem Samherji hafði keypt árið 2007.

Baldvin er sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og stærsta hluthafa Samherja, og er meðal annars stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands í dag en Samherji er stærsti hluthafi fyrirtækisins. Baldvin hefur síðastliðin ár meðal annars starfað sem forstjóri og síðar stjórnarformaður Jarðborana sem Samherji á og virðist vera sem honum sé ætlað það hlutverk að taka við rekstri Samherja með tíð og tíma. 

Umræddur tölvupóstur er hluti af þeim rannsóknargögnum sem legið hafa til grundvallar í athugunum og rannsóknum Seðlabanka Íslands og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár