Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Yfirlýsing Procar stenst ekki skoðun

Bíla­leig­an Procar kenn­ir fyrr­ver­andi starfs­manni um að hafa lækk­að kíló­metra­stöðu tuga bif­reiða áð­ur en þær voru seld­ar. Yf­ir­lýs­ing­in stang­ast á við gögn sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Yfirlýsing Procar stenst ekki skoðun
Breytti sjálfur kílómetramælum Gunnar Björn Gunnarsson,framkvæmdastjóri Procar, breytti sjálfur stöðu kílómetramæla bíla fyrirtækisins, þvert á það sem hann hélt fram við fréttaskýringaþáttinn Kveik.

Fullyrðing bílaleigunnar Procar um að hætt hafi verið árið 2015 að eiga við kílómetramæla í bílum sem fyrirtækið hugðist selja er röng. Þetta sýna gögn sem Stundin hefur undir höndum. Umrædd gögn eru samningar um útleigu á bílum en í þeim var kílómetrastaða bílanna skráð. Á þeim kemur fram að í kílómetramælum á þriðja tug bíla, hið minnsta, var breytt og þeir færðir niður árið 2016. 

Forsvarsmenn fyrirtæksins hafa skellt skuldinni á fyrrverandi starfsmann, en gögn sýna fram á að tveir lykilstarfsmenn sem framkvæmdu niðurfærslurnar eru enn starfandi, og er annar þeirra framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Kveikur greindi frá því í gær að bílaleigan Procar hefði lækkað kílómetrastöðu tuga bíla um allt að 105 þúsund kílómetra áður en þeir voru seldir og þannig aukið virði þeirra með því að blekkja kaupendur. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins aflaði um nokkurt skeið gagna sem sýndu fram á umrædda háttsemi og afhenti hann Kveik þau gögn. Stundin hefur einnig undir höndum gögn sem sýna athæfi lykilstarfsmanna bílaleigunnar. Gögnin stangast í meginatriðum á við yfirlýsingu Procar í gærkvöldi. 

Framkvæmdastjórinn færði sjálfur kílómetramæla niður

Í umfjöllun Kveiks í gær kom fram að ítrekað hefði verið óskað eftir viðtali við Gunnar Björn Gunnarsson, forstjóra Procar, vegna umfjöllunarinnar. Gunnar Björn hafnaði viðtali og sagðist ekki kannast við að kílómetrastöðu bíla hefði verið breytt. Í umfjöllun Kveiks kom fram að gögnin sýni að hans eigin aðgangur að kerfi bílaleigunnar hefði verið notaður til að skrá lækkaða kílómetrastöðu. Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna einnig að svo sé.

„Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins.“

Í yfirlýsingu sem bílaleigan Procar sendi frá sér í gærkvöldi, eftir að þáttur Kveiks var sýndur, er beðist afsökunar á þessari hegðun. Þar segir einnig: „Þessum inngripum í akstursskráningu bílanna var hætt árið 2015. Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins.“

Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna að þetta er rangt í tveimur meginatriðum.

Annars vegar var stöðu kílómetramæla bíla Procar breytt og hún færð niður langt fram á árið 2016, að minnsta kosti fram í maímánuð það ár.

Í yfirlýsingunni kemur sem fyrr segir fram að sá sem hafi borið ábyrgð á þessari framkvæmd hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu og komi ekki lengur nálægt rekstri þess. Meðal þeirra sem endurstilltu kílómetramæla í bílum fyrirtækisins voru hins vegar Gunnar Björn, þáverandi og núverandi framkvæmdastjóri þess. Þá sýna gögn að í á þriðja tug tilfella, hið minnsta, breytti starfsmaður fyrirtækisins, Smári Hreiðarsson, stöðu kílómetramæla bílanna á árinu 2016. 

Smári er, eftir því sem næst verður komist, ennþá starfsmaður Procar. Hann var hins vegar ekki við á bílaleigunni þegar Stundin hafði samband í morgun. „Hann er mjög upptekinn,“ sagði starfsmaður bílaleigunnar.

Kílómetrastaða bíla fölsuð svo nam 100 þúsund kílómetrum

Þá er fullyrðing Procar í yfirlýsingunna um að í flestum tilfellum hafi niðurfærsla kílómetramælanna numið 15 til 30 þúsund kílómetrum verulega hæpin. Stundin fór yfir gögn um tuttugu bíla þar sem kílómetramælum var breytt á árinu 2016. Af bílunum tuttugu voru tveir þar sem breyting á kílómetrastöðu var á bilinu 15 til 30 þúsund kílómetrar og ein þar sem breytingin var lægri, 9 þúsund kílómetra niðurfærsla. Í hinum sautján tilfellunum var um að ræða meiri breytingu og í sumum tilfellum var kílómetrafjöldinn færður niður um nálægt 100 þúsund kílómetrum. Stærsta breytingin sem gerð var á kílómetrastöðu mælis var framkvæmd á bíl af tegundinni Suzuki Jimny, 13. apríl 2016 af Smára Hreiðarssyni. Þar var kílómetrastaða mælis bílsins færð úr 170.347 eknum kílómetrum og niður í aðeins 64.589 ekna kílómetra. Alls nam niðurfærslan því 105.758 kílómetrum, sem jafngildir rúmlega 79 ferðum um hringveginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
5
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár