Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Yfirlýsing Procar stenst ekki skoðun

Bíla­leig­an Procar kenn­ir fyrr­ver­andi starfs­manni um að hafa lækk­að kíló­metra­stöðu tuga bif­reiða áð­ur en þær voru seld­ar. Yf­ir­lýs­ing­in stang­ast á við gögn sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Yfirlýsing Procar stenst ekki skoðun
Breytti sjálfur kílómetramælum Gunnar Björn Gunnarsson,framkvæmdastjóri Procar, breytti sjálfur stöðu kílómetramæla bíla fyrirtækisins, þvert á það sem hann hélt fram við fréttaskýringaþáttinn Kveik.

Fullyrðing bílaleigunnar Procar um að hætt hafi verið árið 2015 að eiga við kílómetramæla í bílum sem fyrirtækið hugðist selja er röng. Þetta sýna gögn sem Stundin hefur undir höndum. Umrædd gögn eru samningar um útleigu á bílum en í þeim var kílómetrastaða bílanna skráð. Á þeim kemur fram að í kílómetramælum á þriðja tug bíla, hið minnsta, var breytt og þeir færðir niður árið 2016. 

Forsvarsmenn fyrirtæksins hafa skellt skuldinni á fyrrverandi starfsmann, en gögn sýna fram á að tveir lykilstarfsmenn sem framkvæmdu niðurfærslurnar eru enn starfandi, og er annar þeirra framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Kveikur greindi frá því í gær að bílaleigan Procar hefði lækkað kílómetrastöðu tuga bíla um allt að 105 þúsund kílómetra áður en þeir voru seldir og þannig aukið virði þeirra með því að blekkja kaupendur. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins aflaði um nokkurt skeið gagna sem sýndu fram á umrædda háttsemi og afhenti hann Kveik þau gögn. Stundin hefur einnig undir höndum gögn sem sýna athæfi lykilstarfsmanna bílaleigunnar. Gögnin stangast í meginatriðum á við yfirlýsingu Procar í gærkvöldi. 

Framkvæmdastjórinn færði sjálfur kílómetramæla niður

Í umfjöllun Kveiks í gær kom fram að ítrekað hefði verið óskað eftir viðtali við Gunnar Björn Gunnarsson, forstjóra Procar, vegna umfjöllunarinnar. Gunnar Björn hafnaði viðtali og sagðist ekki kannast við að kílómetrastöðu bíla hefði verið breytt. Í umfjöllun Kveiks kom fram að gögnin sýni að hans eigin aðgangur að kerfi bílaleigunnar hefði verið notaður til að skrá lækkaða kílómetrastöðu. Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna einnig að svo sé.

„Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins.“

Í yfirlýsingu sem bílaleigan Procar sendi frá sér í gærkvöldi, eftir að þáttur Kveiks var sýndur, er beðist afsökunar á þessari hegðun. Þar segir einnig: „Þessum inngripum í akstursskráningu bílanna var hætt árið 2015. Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins.“

Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna að þetta er rangt í tveimur meginatriðum.

Annars vegar var stöðu kílómetramæla bíla Procar breytt og hún færð niður langt fram á árið 2016, að minnsta kosti fram í maímánuð það ár.

Í yfirlýsingunni kemur sem fyrr segir fram að sá sem hafi borið ábyrgð á þessari framkvæmd hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu og komi ekki lengur nálægt rekstri þess. Meðal þeirra sem endurstilltu kílómetramæla í bílum fyrirtækisins voru hins vegar Gunnar Björn, þáverandi og núverandi framkvæmdastjóri þess. Þá sýna gögn að í á þriðja tug tilfella, hið minnsta, breytti starfsmaður fyrirtækisins, Smári Hreiðarsson, stöðu kílómetramæla bílanna á árinu 2016. 

Smári er, eftir því sem næst verður komist, ennþá starfsmaður Procar. Hann var hins vegar ekki við á bílaleigunni þegar Stundin hafði samband í morgun. „Hann er mjög upptekinn,“ sagði starfsmaður bílaleigunnar.

Kílómetrastaða bíla fölsuð svo nam 100 þúsund kílómetrum

Þá er fullyrðing Procar í yfirlýsingunna um að í flestum tilfellum hafi niðurfærsla kílómetramælanna numið 15 til 30 þúsund kílómetrum verulega hæpin. Stundin fór yfir gögn um tuttugu bíla þar sem kílómetramælum var breytt á árinu 2016. Af bílunum tuttugu voru tveir þar sem breyting á kílómetrastöðu var á bilinu 15 til 30 þúsund kílómetrar og ein þar sem breytingin var lægri, 9 þúsund kílómetra niðurfærsla. Í hinum sautján tilfellunum var um að ræða meiri breytingu og í sumum tilfellum var kílómetrafjöldinn færður niður um nálægt 100 þúsund kílómetrum. Stærsta breytingin sem gerð var á kílómetrastöðu mælis var framkvæmd á bíl af tegundinni Suzuki Jimny, 13. apríl 2016 af Smára Hreiðarssyni. Þar var kílómetrastaða mælis bílsins færð úr 170.347 eknum kílómetrum og niður í aðeins 64.589 ekna kílómetra. Alls nam niðurfærslan því 105.758 kílómetrum, sem jafngildir rúmlega 79 ferðum um hringveginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár