Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Yfirlýsing Procar stenst ekki skoðun

Bíla­leig­an Procar kenn­ir fyrr­ver­andi starfs­manni um að hafa lækk­að kíló­metra­stöðu tuga bif­reiða áð­ur en þær voru seld­ar. Yf­ir­lýs­ing­in stang­ast á við gögn sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Yfirlýsing Procar stenst ekki skoðun
Breytti sjálfur kílómetramælum Gunnar Björn Gunnarsson,framkvæmdastjóri Procar, breytti sjálfur stöðu kílómetramæla bíla fyrirtækisins, þvert á það sem hann hélt fram við fréttaskýringaþáttinn Kveik.

Fullyrðing bílaleigunnar Procar um að hætt hafi verið árið 2015 að eiga við kílómetramæla í bílum sem fyrirtækið hugðist selja er röng. Þetta sýna gögn sem Stundin hefur undir höndum. Umrædd gögn eru samningar um útleigu á bílum en í þeim var kílómetrastaða bílanna skráð. Á þeim kemur fram að í kílómetramælum á þriðja tug bíla, hið minnsta, var breytt og þeir færðir niður árið 2016. 

Forsvarsmenn fyrirtæksins hafa skellt skuldinni á fyrrverandi starfsmann, en gögn sýna fram á að tveir lykilstarfsmenn sem framkvæmdu niðurfærslurnar eru enn starfandi, og er annar þeirra framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Kveikur greindi frá því í gær að bílaleigan Procar hefði lækkað kílómetrastöðu tuga bíla um allt að 105 þúsund kílómetra áður en þeir voru seldir og þannig aukið virði þeirra með því að blekkja kaupendur. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins aflaði um nokkurt skeið gagna sem sýndu fram á umrædda háttsemi og afhenti hann Kveik þau gögn. Stundin hefur einnig undir höndum gögn sem sýna athæfi lykilstarfsmanna bílaleigunnar. Gögnin stangast í meginatriðum á við yfirlýsingu Procar í gærkvöldi. 

Framkvæmdastjórinn færði sjálfur kílómetramæla niður

Í umfjöllun Kveiks í gær kom fram að ítrekað hefði verið óskað eftir viðtali við Gunnar Björn Gunnarsson, forstjóra Procar, vegna umfjöllunarinnar. Gunnar Björn hafnaði viðtali og sagðist ekki kannast við að kílómetrastöðu bíla hefði verið breytt. Í umfjöllun Kveiks kom fram að gögnin sýni að hans eigin aðgangur að kerfi bílaleigunnar hefði verið notaður til að skrá lækkaða kílómetrastöðu. Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna einnig að svo sé.

„Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins.“

Í yfirlýsingu sem bílaleigan Procar sendi frá sér í gærkvöldi, eftir að þáttur Kveiks var sýndur, er beðist afsökunar á þessari hegðun. Þar segir einnig: „Þessum inngripum í akstursskráningu bílanna var hætt árið 2015. Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins.“

Gögn sem Stundin hefur undir höndum sýna að þetta er rangt í tveimur meginatriðum.

Annars vegar var stöðu kílómetramæla bíla Procar breytt og hún færð niður langt fram á árið 2016, að minnsta kosti fram í maímánuð það ár.

Í yfirlýsingunni kemur sem fyrr segir fram að sá sem hafi borið ábyrgð á þessari framkvæmd hafi hætt störfum hjá fyrirtækinu og komi ekki lengur nálægt rekstri þess. Meðal þeirra sem endurstilltu kílómetramæla í bílum fyrirtækisins voru hins vegar Gunnar Björn, þáverandi og núverandi framkvæmdastjóri þess. Þá sýna gögn að í á þriðja tug tilfella, hið minnsta, breytti starfsmaður fyrirtækisins, Smári Hreiðarsson, stöðu kílómetramæla bílanna á árinu 2016. 

Smári er, eftir því sem næst verður komist, ennþá starfsmaður Procar. Hann var hins vegar ekki við á bílaleigunni þegar Stundin hafði samband í morgun. „Hann er mjög upptekinn,“ sagði starfsmaður bílaleigunnar.

Kílómetrastaða bíla fölsuð svo nam 100 þúsund kílómetrum

Þá er fullyrðing Procar í yfirlýsingunna um að í flestum tilfellum hafi niðurfærsla kílómetramælanna numið 15 til 30 þúsund kílómetrum verulega hæpin. Stundin fór yfir gögn um tuttugu bíla þar sem kílómetramælum var breytt á árinu 2016. Af bílunum tuttugu voru tveir þar sem breyting á kílómetrastöðu var á bilinu 15 til 30 þúsund kílómetrar og ein þar sem breytingin var lægri, 9 þúsund kílómetra niðurfærsla. Í hinum sautján tilfellunum var um að ræða meiri breytingu og í sumum tilfellum var kílómetrafjöldinn færður niður um nálægt 100 þúsund kílómetrum. Stærsta breytingin sem gerð var á kílómetrastöðu mælis var framkvæmd á bíl af tegundinni Suzuki Jimny, 13. apríl 2016 af Smára Hreiðarssyni. Þar var kílómetrastaða mælis bílsins færð úr 170.347 eknum kílómetrum og niður í aðeins 64.589 ekna kílómetra. Alls nam niðurfærslan því 105.758 kílómetrum, sem jafngildir rúmlega 79 ferðum um hringveginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár