Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Shooters var til skoðunar árið 2015 vegna vændisstarfsemi og innsiglaður um helgina

Lög­regl­an gef­ur að sinni ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um hús­leit­ir sem fram fóru um helg­ina og rann­sókn í tengsl­um við þær. Skemmti­stað­ur­inn Shooters hef­ur ver­ið inn­sigl­að­ur.

Shooters var til skoðunar árið 2015 vegna vændisstarfsemi og innsiglaður um helgina
Innsigluðu Shooters Skemmtistaðurinn Shooters var innsiglaður í aðgerðum lögreglu um liðna helgi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur engar upplýsingar um gang mála við rannsókn í tengslum við húsleitir á átta stöðum aðfararnótt laugardagsins síðasta. Meðal annars var gerð húsleit á skemmtistað í miðborginni, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að um væri að ræða skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti, sem hefði verið innsiglaður. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli brotastarfsemi að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu og er hún meðal annars unnin í samvinnu við skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýr málið meðal annars að skattalagabrotum, ætluðu mansali og milligöngu um vændi. Stundin greindi frá því árið 2015 að Shooters væri til rannsóknar vegna gruns um vændisstarfsemi. 

Í húsleitunum var lagt hald á gögn, búnað og fjármuni og höfð afskipti af 26 manns. Tíu þeirra voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð en sleppt að yfirheyrslum loknum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Stundina að lögreglan sjái sér ekki fært að veita frekari upplýsingar að sinni heldur en þær sem fram komu í tilkynningu um helgina, vegna rannsóknarhagsmuna. „Það verður þannig í einhverja daga. Við erum bara að ná utan um ákveðna hluti. Ég er að vonast til að við getum greint frá fleiru undir lok vikunnar.“

Herraklúbbur rannsakaður vegna gruns um vændisstarfsemi

Karl Steinar vildi ekki staðfesta að um skemmtistaðinn Shooters væri að ræða og ekki heldur hvers kyns brotastarfsemi væri til rannsóknar. Hins vegar hefur Shooters æði oft verið umfjöllunarefni fjölmiðla á umliðnum árum vegna vafasamrar starfsemi. Þannig greindi Stundin frá því árið 2015 að skemmtistaðurinn væri til rannsóknar lögreglu vegna gruns um milligöngu með vændi.

Shooters Coyote Club gefur sig út fyrir að vera herraklúbbur eða gentlemen's club upp á ensku. Í lýsingu á heimasíðu staðarins segir að hann bjóði upp á hið besta sem finna megi í Reykjavík þegar kemur að fullorðinsskemmtun, „Adult Entertainment“ en það orðalag er almennt notað um kynlífsiðnað af ýmsu tagi. Tiltekið er að á starfsmenn staðarins séu hinir fallegustu og að þar starfi æsandi dansarar, auk þess sem staðurinn bjóði upp á einakaherbergi.

„Ég er að vonast til að við getum
greint frá fleiru undir lok vikunnar“

Af myndum á heimasíðu staðarins að dæma eru dansarar þar léttklæddir. Samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem á skemmtistöðum eru.

Starfskonur ShootersKonurnar voru sóttar rétt fyrir klukkan níu á fimmtudagskvöldi líkt og nágrannar höfðu sagt blaðamanni. För þeirra var heitið í miðbæ Reykjavíkur.

Í fréttum Stundarinnar árið 2015 var því lýst hvernig fáklæddar konur gengu um staðinn þegar blaðamaður heimsótti hann. Þá var rætt við heimildarmann sem lýsti því að stundaður væri nektardans á efri hæð staðarins og borgað væri fyrir slíkan dans með rándýrum drykkjum. Þá var því lýst hvernig erlendar konur sem störfuðu á staðnum voru sóttar í hús í Teigunum á kvöldin og þær keyrðar þangað aftur á nóttinni, fáklæddar að sögn nágranna.

Vafasamur ferill

Sé leitað á vefnum eftir skemmtistaðnum Shooters koma upp fjöldinn allar af niðurstöðum en nokkrar vekja meiri athygli en aðrar. Meðal annars er staðurinn nefndur á síðunni brothel-in.com, síðu sem gefur sig út fyrir að halda skrá yfir vændishús og kynlífsklúbba um heim allan. Þá greindi DV frá því í ársbyrjun 2016 að lögblindur Bandaríkjamaður hefði kært eigendur Shooters fyrir að hafa gjaldfært tæpar þrjár milljónir út af kreditkortum hans þegar hann var að skemmta sér á staðnum sumarið 2015. Stærsta færslan hljóðaði upp á 980 þúsund krónur.

Næst ekki í eigendur og rekstraraðila

Rekstrarfélag Shooters er félagið Kfk ehf. sem einnig er sagt, í ársreikningi fyrir árið 2017, reka annað sem tengist slíkr starfsemi „ásamt því að koma listamönnum á framfæri“. Rekstartekjur ársins 2017 námu samkvæmt ársreikningi rúmum 345 milljónum króna og var hagnaður fyrir skatta tæpar tvær milljónir króna. Hagnaður ársins var hins vegar nokkru minni en svo, þar sem félagið mátti greiða 600 þúsund krónur í fjársektir, en ekki kemur fram hverju þær sektir sættu. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem félagið þarf að greiða fjársektir því árið áður, 2016, námu fjársektir á félagið krónum 250 þúsund. Eignir félasins námu tæpum 42 milljónum króna, að langmestu leyti fólgnar í skammtímakröfum sem námu um 33,5 milljónum króna. Handbært fé nam rúmum 7 milljónum króna.

Eini eigandi Kfk ehf. og þar með Shooters, samkvæmt fyrirtækjaskrá, er Þórdís Elva Guðmundsdóttir. Stundin náði ekki sambandi við hana við vinnslu fréttarinnar. Stundin gerði þá einnig tilraun til að ná sambandi við Kristján Georg Jósteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri staðarins, en símanúmer sem reynt var að hafa samband við hann í gegnum reyndist lokað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár