Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Shooters var til skoðunar árið 2015 vegna vændisstarfsemi og innsiglaður um helgina

Lög­regl­an gef­ur að sinni ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um hús­leit­ir sem fram fóru um helg­ina og rann­sókn í tengsl­um við þær. Skemmti­stað­ur­inn Shooters hef­ur ver­ið inn­sigl­að­ur.

Shooters var til skoðunar árið 2015 vegna vændisstarfsemi og innsiglaður um helgina
Innsigluðu Shooters Skemmtistaðurinn Shooters var innsiglaður í aðgerðum lögreglu um liðna helgi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur engar upplýsingar um gang mála við rannsókn í tengslum við húsleitir á átta stöðum aðfararnótt laugardagsins síðasta. Meðal annars var gerð húsleit á skemmtistað í miðborginni, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að um væri að ræða skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti, sem hefði verið innsiglaður. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli brotastarfsemi að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu og er hún meðal annars unnin í samvinnu við skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýr málið meðal annars að skattalagabrotum, ætluðu mansali og milligöngu um vændi. Stundin greindi frá því árið 2015 að Shooters væri til rannsóknar vegna gruns um vændisstarfsemi. 

Í húsleitunum var lagt hald á gögn, búnað og fjármuni og höfð afskipti af 26 manns. Tíu þeirra voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð en sleppt að yfirheyrslum loknum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Stundina að lögreglan sjái sér ekki fært að veita frekari upplýsingar að sinni heldur en þær sem fram komu í tilkynningu um helgina, vegna rannsóknarhagsmuna. „Það verður þannig í einhverja daga. Við erum bara að ná utan um ákveðna hluti. Ég er að vonast til að við getum greint frá fleiru undir lok vikunnar.“

Herraklúbbur rannsakaður vegna gruns um vændisstarfsemi

Karl Steinar vildi ekki staðfesta að um skemmtistaðinn Shooters væri að ræða og ekki heldur hvers kyns brotastarfsemi væri til rannsóknar. Hins vegar hefur Shooters æði oft verið umfjöllunarefni fjölmiðla á umliðnum árum vegna vafasamrar starfsemi. Þannig greindi Stundin frá því árið 2015 að skemmtistaðurinn væri til rannsóknar lögreglu vegna gruns um milligöngu með vændi.

Shooters Coyote Club gefur sig út fyrir að vera herraklúbbur eða gentlemen's club upp á ensku. Í lýsingu á heimasíðu staðarins segir að hann bjóði upp á hið besta sem finna megi í Reykjavík þegar kemur að fullorðinsskemmtun, „Adult Entertainment“ en það orðalag er almennt notað um kynlífsiðnað af ýmsu tagi. Tiltekið er að á starfsmenn staðarins séu hinir fallegustu og að þar starfi æsandi dansarar, auk þess sem staðurinn bjóði upp á einakaherbergi.

„Ég er að vonast til að við getum
greint frá fleiru undir lok vikunnar“

Af myndum á heimasíðu staðarins að dæma eru dansarar þar léttklæddir. Samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem á skemmtistöðum eru.

Starfskonur ShootersKonurnar voru sóttar rétt fyrir klukkan níu á fimmtudagskvöldi líkt og nágrannar höfðu sagt blaðamanni. För þeirra var heitið í miðbæ Reykjavíkur.

Í fréttum Stundarinnar árið 2015 var því lýst hvernig fáklæddar konur gengu um staðinn þegar blaðamaður heimsótti hann. Þá var rætt við heimildarmann sem lýsti því að stundaður væri nektardans á efri hæð staðarins og borgað væri fyrir slíkan dans með rándýrum drykkjum. Þá var því lýst hvernig erlendar konur sem störfuðu á staðnum voru sóttar í hús í Teigunum á kvöldin og þær keyrðar þangað aftur á nóttinni, fáklæddar að sögn nágranna.

Vafasamur ferill

Sé leitað á vefnum eftir skemmtistaðnum Shooters koma upp fjöldinn allar af niðurstöðum en nokkrar vekja meiri athygli en aðrar. Meðal annars er staðurinn nefndur á síðunni brothel-in.com, síðu sem gefur sig út fyrir að halda skrá yfir vændishús og kynlífsklúbba um heim allan. Þá greindi DV frá því í ársbyrjun 2016 að lögblindur Bandaríkjamaður hefði kært eigendur Shooters fyrir að hafa gjaldfært tæpar þrjár milljónir út af kreditkortum hans þegar hann var að skemmta sér á staðnum sumarið 2015. Stærsta færslan hljóðaði upp á 980 þúsund krónur.

Næst ekki í eigendur og rekstraraðila

Rekstrarfélag Shooters er félagið Kfk ehf. sem einnig er sagt, í ársreikningi fyrir árið 2017, reka annað sem tengist slíkr starfsemi „ásamt því að koma listamönnum á framfæri“. Rekstartekjur ársins 2017 námu samkvæmt ársreikningi rúmum 345 milljónum króna og var hagnaður fyrir skatta tæpar tvær milljónir króna. Hagnaður ársins var hins vegar nokkru minni en svo, þar sem félagið mátti greiða 600 þúsund krónur í fjársektir, en ekki kemur fram hverju þær sektir sættu. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem félagið þarf að greiða fjársektir því árið áður, 2016, námu fjársektir á félagið krónum 250 þúsund. Eignir félasins námu tæpum 42 milljónum króna, að langmestu leyti fólgnar í skammtímakröfum sem námu um 33,5 milljónum króna. Handbært fé nam rúmum 7 milljónum króna.

Eini eigandi Kfk ehf. og þar með Shooters, samkvæmt fyrirtækjaskrá, er Þórdís Elva Guðmundsdóttir. Stundin náði ekki sambandi við hana við vinnslu fréttarinnar. Stundin gerði þá einnig tilraun til að ná sambandi við Kristján Georg Jósteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri staðarins, en símanúmer sem reynt var að hafa samband við hann í gegnum reyndist lokað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
5
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár