Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Shooters var til skoðunar árið 2015 vegna vændisstarfsemi og innsiglaður um helgina

Lög­regl­an gef­ur að sinni ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um hús­leit­ir sem fram fóru um helg­ina og rann­sókn í tengsl­um við þær. Skemmti­stað­ur­inn Shooters hef­ur ver­ið inn­sigl­að­ur.

Shooters var til skoðunar árið 2015 vegna vændisstarfsemi og innsiglaður um helgina
Innsigluðu Shooters Skemmtistaðurinn Shooters var innsiglaður í aðgerðum lögreglu um liðna helgi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur engar upplýsingar um gang mála við rannsókn í tengslum við húsleitir á átta stöðum aðfararnótt laugardagsins síðasta. Meðal annars var gerð húsleit á skemmtistað í miðborginni, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að um væri að ræða skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti, sem hefði verið innsiglaður. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli brotastarfsemi að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu og er hún meðal annars unnin í samvinnu við skattrannsóknarstjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýr málið meðal annars að skattalagabrotum, ætluðu mansali og milligöngu um vændi. Stundin greindi frá því árið 2015 að Shooters væri til rannsóknar vegna gruns um vændisstarfsemi. 

Í húsleitunum var lagt hald á gögn, búnað og fjármuni og höfð afskipti af 26 manns. Tíu þeirra voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð en sleppt að yfirheyrslum loknum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Stundina að lögreglan sjái sér ekki fært að veita frekari upplýsingar að sinni heldur en þær sem fram komu í tilkynningu um helgina, vegna rannsóknarhagsmuna. „Það verður þannig í einhverja daga. Við erum bara að ná utan um ákveðna hluti. Ég er að vonast til að við getum greint frá fleiru undir lok vikunnar.“

Herraklúbbur rannsakaður vegna gruns um vændisstarfsemi

Karl Steinar vildi ekki staðfesta að um skemmtistaðinn Shooters væri að ræða og ekki heldur hvers kyns brotastarfsemi væri til rannsóknar. Hins vegar hefur Shooters æði oft verið umfjöllunarefni fjölmiðla á umliðnum árum vegna vafasamrar starfsemi. Þannig greindi Stundin frá því árið 2015 að skemmtistaðurinn væri til rannsóknar lögreglu vegna gruns um milligöngu með vændi.

Shooters Coyote Club gefur sig út fyrir að vera herraklúbbur eða gentlemen's club upp á ensku. Í lýsingu á heimasíðu staðarins segir að hann bjóði upp á hið besta sem finna megi í Reykjavík þegar kemur að fullorðinsskemmtun, „Adult Entertainment“ en það orðalag er almennt notað um kynlífsiðnað af ýmsu tagi. Tiltekið er að á starfsmenn staðarins séu hinir fallegustu og að þar starfi æsandi dansarar, auk þess sem staðurinn bjóði upp á einakaherbergi.

„Ég er að vonast til að við getum
greint frá fleiru undir lok vikunnar“

Af myndum á heimasíðu staðarins að dæma eru dansarar þar léttklæddir. Samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem á skemmtistöðum eru.

Starfskonur ShootersKonurnar voru sóttar rétt fyrir klukkan níu á fimmtudagskvöldi líkt og nágrannar höfðu sagt blaðamanni. För þeirra var heitið í miðbæ Reykjavíkur.

Í fréttum Stundarinnar árið 2015 var því lýst hvernig fáklæddar konur gengu um staðinn þegar blaðamaður heimsótti hann. Þá var rætt við heimildarmann sem lýsti því að stundaður væri nektardans á efri hæð staðarins og borgað væri fyrir slíkan dans með rándýrum drykkjum. Þá var því lýst hvernig erlendar konur sem störfuðu á staðnum voru sóttar í hús í Teigunum á kvöldin og þær keyrðar þangað aftur á nóttinni, fáklæddar að sögn nágranna.

Vafasamur ferill

Sé leitað á vefnum eftir skemmtistaðnum Shooters koma upp fjöldinn allar af niðurstöðum en nokkrar vekja meiri athygli en aðrar. Meðal annars er staðurinn nefndur á síðunni brothel-in.com, síðu sem gefur sig út fyrir að halda skrá yfir vændishús og kynlífsklúbba um heim allan. Þá greindi DV frá því í ársbyrjun 2016 að lögblindur Bandaríkjamaður hefði kært eigendur Shooters fyrir að hafa gjaldfært tæpar þrjár milljónir út af kreditkortum hans þegar hann var að skemmta sér á staðnum sumarið 2015. Stærsta færslan hljóðaði upp á 980 þúsund krónur.

Næst ekki í eigendur og rekstraraðila

Rekstrarfélag Shooters er félagið Kfk ehf. sem einnig er sagt, í ársreikningi fyrir árið 2017, reka annað sem tengist slíkr starfsemi „ásamt því að koma listamönnum á framfæri“. Rekstartekjur ársins 2017 námu samkvæmt ársreikningi rúmum 345 milljónum króna og var hagnaður fyrir skatta tæpar tvær milljónir króna. Hagnaður ársins var hins vegar nokkru minni en svo, þar sem félagið mátti greiða 600 þúsund krónur í fjársektir, en ekki kemur fram hverju þær sektir sættu. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem félagið þarf að greiða fjársektir því árið áður, 2016, námu fjársektir á félagið krónum 250 þúsund. Eignir félasins námu tæpum 42 milljónum króna, að langmestu leyti fólgnar í skammtímakröfum sem námu um 33,5 milljónum króna. Handbært fé nam rúmum 7 milljónum króna.

Eini eigandi Kfk ehf. og þar með Shooters, samkvæmt fyrirtækjaskrá, er Þórdís Elva Guðmundsdóttir. Stundin náði ekki sambandi við hana við vinnslu fréttarinnar. Stundin gerði þá einnig tilraun til að ná sambandi við Kristján Georg Jósteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri staðarins, en símanúmer sem reynt var að hafa samband við hann í gegnum reyndist lokað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár