Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kampavínsklúbbur í rannsókn hjá yfirvöldum - Nágrannar uggandi

„Besta full­orð­ins­skemmt­un Reykja­vík­ur“ aug­lýs­ir herra­klúbbur­inn Shooters Coyote Bar við Aust­ur­stræti. Stað­ur­inn hef­ur ver­ið í rann­sókn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ná­grann­ar hafa áhyggj­ur af að­stæð­um starfs­kvenn­anna þar sem þær búa sam­an í húsi við Hrísa­teig.

Kampavínsklúbbur í rannsókn hjá yfirvöldum - Nágrannar uggandi
Starfskonur Shooters Konurnar voru sóttar rétt fyrir klukkan níu á fimmtudagskvöldi líkt og nágrannar höfðu sagt blaðamanni. För þeirra var heitið niður í miðbæ Reykjavíkur. Mynd: Thormar V Gunnarsson

Skemmtistaðurinn Shooters Coyote Club er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um milligöngu með vændi. Þetta staðfestir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Stundina. Lögreglunni er auk þess kunnugt um hús sem stendur við Hrísateig 14, en þar búa starfsmenn skemmtistaðarins. Stundin hefur rætt við nágranna sem eru uggandi vegna þess sem þeir hafa orðið vitni að fyrir utan húsið.

„Ég hef haft áhyggjur af þeim. Maður sér þær koma út og karlarnir sem sækja þær fara ekkert vel með þær.“

Nágrannar hafa áhyggjur

Við Hrísateig 14 stendur hús sem lætur lítið yfir sér en hefur ­vakið athygli nágranna vegna fjölda ­erlendra kvenna sem þar búa og eru sóttar reglulega að kvöldi til. Eftir ábendingar nágranna fylgdist blaðamaður með húsinu eina kvöldstund og líkt og nágrannar töluðu um voru þrjár konur sóttar rétt fyrir klukkan níu á fimmtudagskvöldi og þær keyrðar niður í miðborg Reykjavíkur.

Íbúar í nágrenni við Hrísateig 14 segjast hafa orðið varir við eitt og annað sem hefur valdið þeim áhyggjum. Einn segist hafa séð þrettán fáklæddar konur koma að húsinu í sendibíl seint að nóttu. „Þær voru þannig klæddar að ég sá að þetta var ekki eðlilegt, svo ég fór að fylgjast með þessu og ræddi það við nágranna minn. Þegar við bárum saman bækur okkar sáum við að þetta virðist vera mjög skipulagt. Þær fara alltaf út á milli átta og níu á kvöldin og eru þá sóttar á nokkrum bílum,“ segir hann.

Annar tók í sama streng og sagðist hafa veitt því eftirtekt þegar verið var að sækja konurnar. Sá sagðist hafa gengið fram hjá húsinu og séð inn, þar hafi konur reykt í tómu herbergi. 

Fáklæddar
Fáklæddar Myndin var tekin af Facebook-síðu eins starfsmanns Shooters.
 

Lýsingar þriðja nágrannans voru í svipuðum dúr. „Þetta er allt skipulagt,“ segir hann og fullyrðir að ástæða sé til að hafa áhyggjur. „Ég hef haft áhyggjur af þeim. Maður sér þær koma út og karlarnir sem sækja þær fara ekkert vel með þær,“ segir hann.

Konurnar sem verið sé að sækja séu ekki alltaf þær sömu. Þar til nýlega hafi þær yfirleitt verið sóttar í sjö manna bíl en nú hafi það breyst. „Þeir fóru að koma á þremur til fjórum bílnum. Einu sinni kom kona hlaupandi út. Hún var sein fyrir og var skilin eftir. Síðan, þegar þeir komu aftur, keyrði maðurinn næstum því á hana og hellti sér yfir hana,“ segir nágranninn sem vildi ekki láta nafns síns getið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
4
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu