Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kampavínsklúbbur í rannsókn hjá yfirvöldum - Nágrannar uggandi

„Besta full­orð­ins­skemmt­un Reykja­vík­ur“ aug­lýs­ir herra­klúbbur­inn Shooters Coyote Bar við Aust­ur­stræti. Stað­ur­inn hef­ur ver­ið í rann­sókn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ná­grann­ar hafa áhyggj­ur af að­stæð­um starfs­kvenn­anna þar sem þær búa sam­an í húsi við Hrísa­teig.

Kampavínsklúbbur í rannsókn hjá yfirvöldum - Nágrannar uggandi
Starfskonur Shooters Konurnar voru sóttar rétt fyrir klukkan níu á fimmtudagskvöldi líkt og nágrannar höfðu sagt blaðamanni. För þeirra var heitið niður í miðbæ Reykjavíkur. Mynd: Thormar V Gunnarsson

Skemmtistaðurinn Shooters Coyote Club er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um milligöngu með vændi. Þetta staðfestir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Stundina. Lögreglunni er auk þess kunnugt um hús sem stendur við Hrísateig 14, en þar búa starfsmenn skemmtistaðarins. Stundin hefur rætt við nágranna sem eru uggandi vegna þess sem þeir hafa orðið vitni að fyrir utan húsið.

„Ég hef haft áhyggjur af þeim. Maður sér þær koma út og karlarnir sem sækja þær fara ekkert vel með þær.“

Nágrannar hafa áhyggjur

Við Hrísateig 14 stendur hús sem lætur lítið yfir sér en hefur ­vakið athygli nágranna vegna fjölda ­erlendra kvenna sem þar búa og eru sóttar reglulega að kvöldi til. Eftir ábendingar nágranna fylgdist blaðamaður með húsinu eina kvöldstund og líkt og nágrannar töluðu um voru þrjár konur sóttar rétt fyrir klukkan níu á fimmtudagskvöldi og þær keyrðar niður í miðborg Reykjavíkur.

Íbúar í nágrenni við Hrísateig 14 segjast hafa orðið varir við eitt og annað sem hefur valdið þeim áhyggjum. Einn segist hafa séð þrettán fáklæddar konur koma að húsinu í sendibíl seint að nóttu. „Þær voru þannig klæddar að ég sá að þetta var ekki eðlilegt, svo ég fór að fylgjast með þessu og ræddi það við nágranna minn. Þegar við bárum saman bækur okkar sáum við að þetta virðist vera mjög skipulagt. Þær fara alltaf út á milli átta og níu á kvöldin og eru þá sóttar á nokkrum bílum,“ segir hann.

Annar tók í sama streng og sagðist hafa veitt því eftirtekt þegar verið var að sækja konurnar. Sá sagðist hafa gengið fram hjá húsinu og séð inn, þar hafi konur reykt í tómu herbergi. 

Fáklæddar
Fáklæddar Myndin var tekin af Facebook-síðu eins starfsmanns Shooters.
 

Lýsingar þriðja nágrannans voru í svipuðum dúr. „Þetta er allt skipulagt,“ segir hann og fullyrðir að ástæða sé til að hafa áhyggjur. „Ég hef haft áhyggjur af þeim. Maður sér þær koma út og karlarnir sem sækja þær fara ekkert vel með þær,“ segir hann.

Konurnar sem verið sé að sækja séu ekki alltaf þær sömu. Þar til nýlega hafi þær yfirleitt verið sóttar í sjö manna bíl en nú hafi það breyst. „Þeir fóru að koma á þremur til fjórum bílnum. Einu sinni kom kona hlaupandi út. Hún var sein fyrir og var skilin eftir. Síðan, þegar þeir komu aftur, keyrði maðurinn næstum því á hana og hellti sér yfir hana,“ segir nágranninn sem vildi ekki láta nafns síns getið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár