Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kampavínsklúbbur í rannsókn hjá yfirvöldum - Nágrannar uggandi

„Besta full­orð­ins­skemmt­un Reykja­vík­ur“ aug­lýs­ir herra­klúbbur­inn Shooters Coyote Bar við Aust­ur­stræti. Stað­ur­inn hef­ur ver­ið í rann­sókn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ná­grann­ar hafa áhyggj­ur af að­stæð­um starfs­kvenn­anna þar sem þær búa sam­an í húsi við Hrísa­teig.

Kampavínsklúbbur í rannsókn hjá yfirvöldum - Nágrannar uggandi
Starfskonur Shooters Konurnar voru sóttar rétt fyrir klukkan níu á fimmtudagskvöldi líkt og nágrannar höfðu sagt blaðamanni. För þeirra var heitið niður í miðbæ Reykjavíkur. Mynd: Thormar V Gunnarsson

Skemmtistaðurinn Shooters Coyote Club er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um milligöngu með vændi. Þetta staðfestir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Stundina. Lögreglunni er auk þess kunnugt um hús sem stendur við Hrísateig 14, en þar búa starfsmenn skemmtistaðarins. Stundin hefur rætt við nágranna sem eru uggandi vegna þess sem þeir hafa orðið vitni að fyrir utan húsið.

„Ég hef haft áhyggjur af þeim. Maður sér þær koma út og karlarnir sem sækja þær fara ekkert vel með þær.“

Nágrannar hafa áhyggjur

Við Hrísateig 14 stendur hús sem lætur lítið yfir sér en hefur ­vakið athygli nágranna vegna fjölda ­erlendra kvenna sem þar búa og eru sóttar reglulega að kvöldi til. Eftir ábendingar nágranna fylgdist blaðamaður með húsinu eina kvöldstund og líkt og nágrannar töluðu um voru þrjár konur sóttar rétt fyrir klukkan níu á fimmtudagskvöldi og þær keyrðar niður í miðborg Reykjavíkur.

Íbúar í nágrenni við Hrísateig 14 segjast hafa orðið varir við eitt og annað sem hefur valdið þeim áhyggjum. Einn segist hafa séð þrettán fáklæddar konur koma að húsinu í sendibíl seint að nóttu. „Þær voru þannig klæddar að ég sá að þetta var ekki eðlilegt, svo ég fór að fylgjast með þessu og ræddi það við nágranna minn. Þegar við bárum saman bækur okkar sáum við að þetta virðist vera mjög skipulagt. Þær fara alltaf út á milli átta og níu á kvöldin og eru þá sóttar á nokkrum bílum,“ segir hann.

Annar tók í sama streng og sagðist hafa veitt því eftirtekt þegar verið var að sækja konurnar. Sá sagðist hafa gengið fram hjá húsinu og séð inn, þar hafi konur reykt í tómu herbergi. 

Fáklæddar
Fáklæddar Myndin var tekin af Facebook-síðu eins starfsmanns Shooters.
 

Lýsingar þriðja nágrannans voru í svipuðum dúr. „Þetta er allt skipulagt,“ segir hann og fullyrðir að ástæða sé til að hafa áhyggjur. „Ég hef haft áhyggjur af þeim. Maður sér þær koma út og karlarnir sem sækja þær fara ekkert vel með þær,“ segir hann.

Konurnar sem verið sé að sækja séu ekki alltaf þær sömu. Þar til nýlega hafi þær yfirleitt verið sóttar í sjö manna bíl en nú hafi það breyst. „Þeir fóru að koma á þremur til fjórum bílnum. Einu sinni kom kona hlaupandi út. Hún var sein fyrir og var skilin eftir. Síðan, þegar þeir komu aftur, keyrði maðurinn næstum því á hana og hellti sér yfir hana,“ segir nágranninn sem vildi ekki láta nafns síns getið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár