Í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um kampavínsklúbbinn Shooters í Austurstræti í síðasta mánuði hafa tengsl staðarins við VIP Club, kampavínsklúbb sem var lokað vegna gruns um milligöngu um vændi, orðið skýrari.
Heimildarmaður Stundarinnar, sem þekkir vel til þess sem fram fer á staðnum, segir að um sé að ræða dæmigerðan kampavínsklúbb þar sem greitt er fyrir samtöl við konur sem og nektardans með áfengi á háu verði. Fylgst er með frammistöðu kvennanna með nokkurs konar skráningarkerfi. Stundin hefur greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi staðinn til skoðunar.
Kampavínsklúbburinn Shooters er til húsa við Austurstræti 12a, en þess má geta að við hliðina á húsnæðinu eru skrifstofur alþingismanna Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri græna.
Athugasemdir