Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vertar á kampavínsklúbbi þöglir um aðkomu sína

Eig­andi „herra­klúbbs­ins“ Shooters, Þór­dís Elva Guð­munds­dótt­ir, neit­ar að tjá sig um sína hags­muni. For­vera Shooters, VIP Club, var lok­að vegna gruns um vænd­is­þjón­ustu. Rekstr­ar­stjór­inn, Kristján Georg Jó­steins­son, er sá sami og á VIP Club. Stað­ur­inn er í næsta húsi við skrif­stof­ur stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna.

Vertar á kampavínsklúbbi þöglir um aðkomu sína
Fáklætt starfsfólk Með því að greiða hátt verð fyrir drykk komast kúnnarnir nær starfsfólkinu.

Í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um kampavínsklúbbinn Shooters í Austurstræti í síðasta mánuði hafa tengsl staðarins við VIP Club, kampavínsklúbb sem var lokað vegna gruns um milligöngu um vændi, orðið skýrari. 

Heimildarmaður Stundarinnar, sem þekkir vel til þess sem fram fer á staðnum, segir að um sé að ræða dæmigerðan kampavínsklúbb þar sem greitt er fyrir samtöl við konur sem og nektardans með áfengi á háu verði. Fylgst er með frammistöðu kvennanna með nokkurs konar skráningarkerfi. Stundin hefur greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi staðinn til skoðunar.

Kampavínsklúbburinn Shooters er til húsa við Austurstræti 12a, en þess má geta að við hliðina á húsnæðinu eru skrifstofur alþingismanna Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri græna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu