Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Vertar á kampavínsklúbbi þöglir um aðkomu sína

Eig­andi „herra­klúbbs­ins“ Shooters, Þór­dís Elva Guð­munds­dótt­ir, neit­ar að tjá sig um sína hags­muni. For­vera Shooters, VIP Club, var lok­að vegna gruns um vænd­is­þjón­ustu. Rekstr­ar­stjór­inn, Kristján Georg Jó­steins­son, er sá sami og á VIP Club. Stað­ur­inn er í næsta húsi við skrif­stof­ur stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna.

Vertar á kampavínsklúbbi þöglir um aðkomu sína
Fáklætt starfsfólk Með því að greiða hátt verð fyrir drykk komast kúnnarnir nær starfsfólkinu.

Í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um kampavínsklúbbinn Shooters í Austurstræti í síðasta mánuði hafa tengsl staðarins við VIP Club, kampavínsklúbb sem var lokað vegna gruns um milligöngu um vændi, orðið skýrari. 

Heimildarmaður Stundarinnar, sem þekkir vel til þess sem fram fer á staðnum, segir að um sé að ræða dæmigerðan kampavínsklúbb þar sem greitt er fyrir samtöl við konur sem og nektardans með áfengi á háu verði. Fylgst er með frammistöðu kvennanna með nokkurs konar skráningarkerfi. Stundin hefur greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi staðinn til skoðunar.

Kampavínsklúbburinn Shooters er til húsa við Austurstræti 12a, en þess má geta að við hliðina á húsnæðinu eru skrifstofur alþingismanna Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri græna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár