Hlýnun jarðar hefur lengi verið yfirvofandi ógn yfir lífi á jarðkringlunni. Við vitum að afleiðingar breytinga á hitastigi jarðarinnar geta haft margvísleg áhrif og þá mest megnis á lífríki jarðar, sem við mannfólkið treystum heilmikið á. Ein stærstu áhrif hlýnunarinnar á lífríki jarðar í heild eru breytingar á tegundafjölbreytileika, það er að segja hnignun líffræðilegs fjölbreytileika.
Þegar hönnuð eru reiknilíkön til að skilgreina hversu mikil áhrifin geta verið er yfirleitt reiknað með því að hitastig hækki svo mikið að lífverur geta ekki lengur lifað við slíkar aðstæður. Þá er vísað í að hitastigsbreytingin sé svo mikil að lífeðlisfræðilegir ferlar hreinlega virka ekki lengur. Í yfirlitsgrein sem birtist í Trends in Ecology and Evolution eru þessar forsendur gagnrýndar þar sem hæfni lífveranna fer hnignandi löngu áður en þær deyja.
Frjósemi – stór breyta
Frjósemi lífvera er mikilvægur mælikvarði á lífvænleika stofnsins. Ef frjósemi fer minnkandi eru líkur á að stofninn …
Athugasemdir