Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Brynjar Níelsson um mál Jóns Baldvins: „Ég get alveg stofnað síðu“

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir kon­urn­ar 23 sem greina frá meintri áreitni Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar á vef­síðu taka rétt­læt­ið í eig­in hend­ur og reyna að meiða hann.

Brynjar Níelsson um mál Jóns Baldvins: „Ég get alveg stofnað síðu“
Segir Jón Baldvin verða fyrir opinberri smánun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að konur sem lýst hafa áreitni og ofbeldi af hendi Jóns Baldvins Hannibalssonar séu að ráðast á mann sem ekki geti varið sig. Mynd: xd.is

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir konurnar 23 sem birt hafa sögur sínar af meintri kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á vefsíðu ráðast á hann og reyna að meiða hann. Segir hann að allir geti lent í slíkri opinberri smánun.

Brynjar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Var umræðuefnið opinber smánun, í samhengi við mál Jóns Baldvins og Klaustursþingmannanna.

„Ég get alveg sagt sögur af ósæmilegri hegðun fólks sem ég hef orðið vitni að eða beinst hefur gegn mér og búið til síðu um það,“ sagði Brynjar. „Það bara hvarflar ekki að mér því ég hef engan áhuga á að meiða fólk með þessum hætti.“

Sagði Brynjar þetta vera hegðun sem ætti ekki heima í íslensku samfélagi. „Það er svo mikilvægt að menn bara líti í eigin barm og velti fyrir sér „ég get líka lent í þessu“,“ sagði hann.

Brynjar sagði að konurnar hefðu beðið í áratugi og ætlað svo að ráðast gegn manni sem eigi engan séns á að verja sig. „Fólk er náttúrulega að taka réttlætið í eigin hendur. Og þá á að ráðast á og meiða einhvern mann af því að hann var ósæmilegur við mig einhvern tímann,“ sagði Brynjar.

Aldrei verið vonlaust að sækja réttar síns

Brynjar sagði að konurnar væru engu bættari með því að greina frá þessu opinberlega. Aðspurður hvort hann teldi réttarríkið hafi verið í stakk búið til að taka á svona málum þegar þau komu upp, sum fyrir yfir 50 árum, sagði Brynjar að það hafi aldrei verið vonlaust að sækja réttar síns innan kerfisins. „Þeir sem einhverja þekkingu hafa á þessu vita að það hefur aldrei verið vonlaust,“ sagði hann. „Ef þú telur á þér brotið, þá ferðu til viðkomandi yfirvalda.“

Helga Vala sagði konurnar vera að skila skömminni. „Það er allt í lagi að segja frá því sem gerðist. Er það bannað? Það er ekki bannað. Þú mátt segja frá því sem gerðist. Þetta er lífið þitt. Af hverju máttu bara segja frá góðum hlutum?“

Brynjar svaraði því þannig að fólk mætti greina frá því sem hefur hent það. „Fólk segir frá því endalaust. Þú ert að gera það til að refsa viðkomandi. Þú getur sagt þínum sálfræðingi, þínum vinum, þínum félögum frá. En það er allt annað en að stofna síðu á netinu til að safna saman til að refsa einhverjum manni sem þér fannst sýna ósæmilega hegðun eða hafa brotið gegn þér,“ sagði hann.

„Ég get alveg stofnað síðu sko,“ sagði Brynjar að lokum. „Ég er ekki bættur með því að þeim sem voru með ósæmilega hegðun gegn mér líði verr.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

„Tengingin á milli auðsins og valdsins skýrari“
2
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

„Teng­ing­in á milli auðs­ins og valds­ins skýr­ari“

Rík­asti mað­ur heims, Elon Musk, hef­ur sett millj­arða í að gera Don­ald Trump að for­seta og næst rík­asti mað­ur heims hindr­aði að Kamala Harris fengi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu Washingt­on Post. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir skýr­ari teng­ingu auðs og valds birt­ast í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um.
Sigur Trump í höfn
5
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár