Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ekkert skelfilegt að verða fertug

Ár­ný Þór­ar­ins­dótt­ir hefði skelli­hleg­ið hefði hún feng­ið að sjá sjálfa sig fer­tuga þeg­ar hún var tví­tug.

Ekkert skelfilegt að verða fertug

Ég er nýorðin fertug. Það var ekkert skelfilegt þótt ég hafi verið dálítið skjálfhent þegar ég vaknaði á afmælismorguninn. Þá fannst mér þetta dálítið yfirþyrmandi tilfinning en hún var fljót að hverfa.

Ég er líka bara þakklát fyrir að fá að verða fertug og er strax farin að hugsa um allt það sem ég ætla að gera á næsta áratug. Ég er til í að ferðast á nýja staði, prufa nýja hluti. Kannski kaupi ég mér jafnvel bara kajak, það er aldrei að vita.

Það eru akkúrat 30 ár á milli mín og mömmu og ég man svo vel eftir því þegar ég var tíu ára og hún fertug. Mér fannst það hár aldur, en mér finnst það ekki lengur. Mér finnst ég reyndar lítið hafa breyst síðan ég var tvítug en ég held samt að ég kunni betur að meta allt það sem ég á. Ég held að það sé kannski helsti þroskinn sem ég hef tekið út.

Ég held að ef ég hefði fengið að sjá sjálfa mig fertuga þegar ég var tvítug hefði ég fengið hláturskast. Ég hefði örugglega verið ánægð að sjá hvar ég er stödd en ég hefði pottþétt samt hlegið. Ég veit ekki af hverju … eða jú, ég veit af hverju, ég vil bara ekki segja það upphátt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
5
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár