Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill ekki sjá launahækkanir

Borg­hild­ur Vil­hjálms­dótt­ir vill að rík­is­stjórn­in hækki per­sónu­afslátt og byggi íbúð­ir.

Vill ekki sjá launahækkanir
Miklu meiri uppbyggingu Borghildur Vilhjálmsdóttir vill að ríkisstjórnin og verkalýðsfélögin skerpi á áherslunum. Mynd: Davíð Þór

Ég verð voðalega örg þegar verið er að tala um launahækkanir. Ég held að fólk hafi lítið við þær að gera, því launahækkanir einar og sér hafa ekkert að segja. Sleppum þeim bara.

Ef laun verða hækkuð um fáein prósent smitast það bara út í þjóðfélagið – leiguverð hækkar, vextir hækka, allt hækkar og við verðum búin að tapa niður hverri einustu krónu um leið og við fáum hana.

Unga daman sem er að vinna með mér er einstæð móðir sem býr í 60 fermetrum. Hún borgar fyrir það 180 þúsund krónur. Hún kemst aldrei í eigið húsnæði, hún situr bara föst í þessu rándýra leiguhúsnæði.

Ég vil sjá ríkisstjórnina og verkalýðsfélögin fara í mikla uppbyggingu á húsnæði. Svo þarf að hækka persónuafsláttinn hjá öllum þeim sem hafa tekjur undir 500 þúsund krónum.

Fyrir utan þetta ætti að hækka örorkulífeyrinn og atvinnuleysisbæturnar. Það eru aðgerðir sem myndu bjarga mörgu fólki.

Hvort ég ætli að fara í pólitík sjálf? Nei, ég er orðin of gömul til þess. Ég ein og sér get heldur ekkert gert. Þau eru líka hörð þetta fólk hjá Eflingu, VR og Vilhjálmur uppi á Skaga. Þau þurfa bara að leggja enn meiri áherslu á íbúðamálin og einbeita sér að réttu úrræðunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár