Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fólkið í borginni: Með alla anga úti fyrir greiðslumatið

Birta Svavars­dótt­ir kyssti pen­ing og fékk dag­inn eft­ir sam­þykkt til­boð í íbúð.

Fólkið í borginni: Með alla anga úti fyrir greiðslumatið

Þetta gerðist allt sjúklega hratt. Allt í einu erum við búin að finna íbúð, gera tilboð og fá það samþykkt. Svo nú erum við með alla anga úti við að safna saman öllum þeim krónum sem við finnum, til að ná upp í útborgun og greiðslumat.

Við erum bíllaus svo staðsetningin skipti okkur öllu máli. Við vorum búin að sjá fyrir okkur að við þyrftum annaðhvort að fá okkur íbúð sem hentar okkar fjölskyldustærð, sem væri þá ekki á góðum stað, eða finna íbúð sem hentaði okkur illa en væri á góðum stað.

Svo fundum við fyrir tilviljun íbúð sem er fullkomin fyrir okkur. Hún hefur þann einstaka eiginleika að vera í miðbænum en samt ekki með baðherbergi sem maður rekur olnbogana í veggina á, þegar maður gengur inn á það.

Þannig að þetta verður að ganga upp. Ég er búin að vera að reyna að hugsa jákvætt um þetta, því ég trúi því að allt gangi betur þannig. Ég kyssti meira að segja pening um daginn – það var nú samt eiginlega bara til að stríða kærastanum mínum. Hann sagði að það væri ógeðslegt. „Veistu hvar þessi peningur hefur verið?“ sagði hann. Daginn eftir skoðuðum við þessa íbúð, gerðum tilboð í hana og fengum samþykkt kauptilboð. Kannski ekki beint peningar í vasann – en samt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár