Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fólkið í borginni: Með alla anga úti fyrir greiðslumatið

Birta Svavars­dótt­ir kyssti pen­ing og fékk dag­inn eft­ir sam­þykkt til­boð í íbúð.

Fólkið í borginni: Með alla anga úti fyrir greiðslumatið

Þetta gerðist allt sjúklega hratt. Allt í einu erum við búin að finna íbúð, gera tilboð og fá það samþykkt. Svo nú erum við með alla anga úti við að safna saman öllum þeim krónum sem við finnum, til að ná upp í útborgun og greiðslumat.

Við erum bíllaus svo staðsetningin skipti okkur öllu máli. Við vorum búin að sjá fyrir okkur að við þyrftum annaðhvort að fá okkur íbúð sem hentar okkar fjölskyldustærð, sem væri þá ekki á góðum stað, eða finna íbúð sem hentaði okkur illa en væri á góðum stað.

Svo fundum við fyrir tilviljun íbúð sem er fullkomin fyrir okkur. Hún hefur þann einstaka eiginleika að vera í miðbænum en samt ekki með baðherbergi sem maður rekur olnbogana í veggina á, þegar maður gengur inn á það.

Þannig að þetta verður að ganga upp. Ég er búin að vera að reyna að hugsa jákvætt um þetta, því ég trúi því að allt gangi betur þannig. Ég kyssti meira að segja pening um daginn – það var nú samt eiginlega bara til að stríða kærastanum mínum. Hann sagði að það væri ógeðslegt. „Veistu hvar þessi peningur hefur verið?“ sagði hann. Daginn eftir skoðuðum við þessa íbúð, gerðum tilboð í hana og fengum samþykkt kauptilboð. Kannski ekki beint peningar í vasann – en samt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár