Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir „valdamikla menn“ ekki stýra nauðungarvistunum

Sig­hvat­ur Björg­vins­son, fyrr­ver­andi formað­ur Al­þýðu­flokks­ins, seg­ir lýs­ing­ar Þór­hild­ar Sunnu Æv­ars­dótt­ur, þing­manns Pírata, á ferli nauð­ung­ar­vist­ana víðs fjarri sann­leik­an­um.

Segir „valdamikla menn“ ekki stýra nauðungarvistunum

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, gagnrýnir orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata um nauðungarvistanir. Í grein í Morgunblaðinu í dag lýsir hann ferlinu og þeim erfiðleikum sem ættingjar sjúklinga ganga í gegnum þegar ákvörðun er tekin um að nauðungarvistun vegna geðsjúkdóms eða fíknar. Segir hann „valdamikla menn“ ekki stýra því ferli.

Tilefni skrifanna er grein sem Þórhildur Sunna skrifaði í Stundina á föstudag. Vísar Þórhildur Sunna í mál Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar. Aldís hefur síðan 1992 verið nauðungarvistuð sex sinnum á geðdeild, sem hún segir alltaf hafa verið fyrir tilstilli föður síns. Hefur hún margsinnis bent á meint kynferðisbrot Jóns Baldvins og segir hún hann hafa nýtt sér stöðu sína sem utanríkisráðherra og sendiherra til að koma vistununum í kring.

„Staðan í dag er sú að ekkert í íslenskum lögum kemur í veg fyrir að sagan hennar Aldísar endurtaki sig,“ skrifaði Þórhildur Sunna. „Í íslenskum lögum er ekkert sem tryggir að valdamiklir menn misnoti ekki stöðu sína og kerfið til þess að læsa þolendur sína og ásakendur inn á geðdeild og draga þannig úr trúverðugleika frásagna þeirra.“

Samúð og umhyggja með vinum

„Þessi ályktunarorð eru eins víðs fjarri sannleikanum og verða má,“ skrifar Sighvatur og grein Þórhildar Sunnu. „Að formaður þingflokks á Alþingi Íslendinga skuli kjósa að gefa af samfélagi sínu slíka mynd – að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við – er ekki bara vert alvarlegra athugasemda heldur alvarlegs ámælis.“

Sighvatur segist hafa upplifað erfiðleikana sem nauðungavistanir valda fjölskyldum af eigin raun. „Á þeim árum, þegar ég kom nærri heilbrigðismálum, þurfti ég að horfast í augu við þann mikla sársauka, sem mætir fjölskyldum þar sem um geðrænan vanda náins ættingja er við að stríða,“ skrifar hann. „Ég hvorki mátti, gat né vildi neitt koma nálægt úrlausnarefnum við þeim vanda þó ég teldist á þeim tíma til „valdamikilla manna“ – (væntanlega valdamikilla karlmanna). Mín eina aðkoma var sú, að um vini var að ræða. Rétt að taka sérstaklega fram, að þar var hvorki um að ræða Jón Baldvin Hannibalsson né fjölskyldu hans. Mín nálgun fólst einvörðungu í samúð og umhyggju með vinum.“

Sighvatur bendir á að ferli nauðungarvistana feli í sér aðkomu margra innan kerfisins og að sjúklingar geti samkvæmt lögum leitað réttar síns. „Hversu gerólíkt er þetta ferli ekki frá því, sem látið hefur verið í veðri vaka?“ spyr Sighvatur. „Að valdamiklir menn (væntanlega karlmenn) geti að eigin frumkvæði látið nauðungarvista andmælendur sína, látið lögreglu mæta til heimilis þeirra þar sem viðkomandi er settur í járn, honum ekið í lögreglubíl á næsta geðsjúkrahús, fluttur þangað inn í járnum, settur þar í klefa, látinn halda sig þar nánast upp á vatn og brauð og látinn sæta meðferð eins og geðsjúkur væri – og allt að ástæðulausu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár