Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mótmælt á RÚV vegna ráðningar Jóns Baldvins

Þröst­ur Helga­son, dag­skrár­stjóri Rás­ar 1, seg­ir skipt­ar skoð­an­ir hafa ver­ið um ráðn­ingu Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar sem verk­taka.

Mótmælt á RÚV vegna ráðningar Jóns Baldvins

Nokkrir starfsmenn Ríkisútvarpsins mótmæltu í haust fyrirhugaðri ráðningu Jóns Baldvins Hannibalssonar sem verktaka á Rás 1. Þetta herma heimildir Stundarinnar.

Jón Baldvin og eiginkona hans, Bryndís Schram, voru ráðin sem verktakar á RÚV í haust. Sunnudaginn 6. janúar síðastliðinn fluttu þau pistil á Rás 1 sem ber nafnið „Sagan séð út um glugga Síberíuhraðlestarinnar“. Fjallar hann um ferðalag þeirra í Asíu síðasta sumar.

Fjallað var um bréfasendingar Jóns Baldvins til Guðrúnar Harðardóttur, frænku sinnar á táningsaldri, í Nýju lífi árið 2012. Játaði Jón Baldvin dómgreindarbrest varðandi klúrar bréfaskriftir á meðan hann var sendiherra í Bandaríkjunum.

Í Stundinni lýsa fjórar konur kynferðislegri áreitni af hendi Jóns Baldvins. Umfjöllunina í heild má lesa í tölublaði Stundarinnar sem kom út í gær.

Dagskrárráð tók ákvörðun um þáttinn

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, það rétt að skiptar skoðanir hafi verið um störf Jóns Baldvins á vegum RÚV.

Þröstur segir að Bryndís og Jón Baldvin hafi síðastliðið haust sent stofnuninni hugmynd að útvarpsþætti um ferðalagið. Þau hafi fengið greiðslur sem aðrir verktakar fái fyrir sambærilega þáttagerð á Rás 1, en Jón Baldvin hafi að öðru leyti ekki fengið greitt fyrir störf frá RÚV frá 2012, árinu sem greint var frá grófum bréfaskriftum hans til Guðrúnar Harðardóttur.

„Dagskrá og þáttagerð á Rás 1 og öðrum miðlum RÚV byggir á ritstjórnarlegu samtali sem er bæði mikið og opið,“ segir Þröstur. „Aðkoma Jóns Baldvins að nefndum þætti var rædd og voru skiptar skoðanir eins og um margt sem ratar á dagskrá í miðlum RÚV. Dagskrárráð Rásar 1 fjallar um dagskrá rásarinnar og ákvarðar hana en dagskráin er líka kynnt og rædd á ritstjórnarfundum rásarinnar. Jóladagskráin var sömuleiðis kynnt og rædd á opnum upplýsingafundi í byrjun desember sem var öllum starfsmönnum RÚV aðgengilegur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár